Arngrímur Jónsson (75) og Kristján Jóhannsson (67) voru í dúndrandi fjöri

Gleði Það er óhætt að segja að gleði og hamingja hafi ríkt á nýársfagnaði í Gamla bíó. Dagskráin var með eindæmum glæsileg og matseðilinn hátíðlegur. Boðið var upp á andabringu í aðalrétt, hreindýr og humar í forrétt. Matseðilinn var sjörétta og var hver rétturinn á fætur öðrum kóngafólki sæmandi.  Salurinn var hátíðlega skreyttur og mikil gleði ríkti hjá gestum.

Kórstjóri Fjallabræðra, Halldór Gunnar Pálsson stýrði veislunni og auðvitað mætti kórinn til að taka lagið, gestum til mikillar gleði. Það var sungið og dansað fram á rauða nótt.

 

1

FLJÚGANDI SVEIFLA MEÐ TENÓRNUM: Arngrímur Jóhannsson flugstjóri var eldhress með vini sínum, stórsöngvaranum, Kristjáni Jóhannssyni.

 

9

ALLIR SAMAN: Stórsöngvarinn, Helgi Björnsson skemmti gestum, en hann og Vilborg eiginkona hans mættu með alla fjölskylduna. Börn og tengdabörn.

 

2

Í FAÐMI DÆTRA: Guffi veitingamaður í Gamla bíó í faðmi dætra sinna, Margrétar og María.

 

8

KONURNAR Í LÍFI JÓNS: Helga, fyrrverandi eiginkona Jóns Ólafssonar athafnamanns, og Katrín dóttir þeirra fögnuðu nýju ári saman.

 

21

FLOTTASTI KJÓLLINN: Berglind skartaði glæsilegum kjól sem eiginmaður hennar gaf henni í jólagjöf

.

 

23

GEISLANDI RAUÐ: Hafdís og Rúnar fögnuðu nýju ári.

 

5

STEBBI STUÐ: Stefán H. Hilmarsson athafnamaður var í spriklandi stuði.

 

13

GLÆSILEG: Hrönn Snorradóttir og Thulin Johansen eru glæsilegt par.

 

 

20

HRESS: Eyþór Eðvarðson og eiginkona hans, Olga Eðvarðson voru klár í fjörið.

 

18

FRÍTT FÖRUNEYTI: Lárus var í góðum félagsskap.

 

11

GAMAN SAMAN: Árni í Sambíónum, eiginkona hans Guðný og athafnakonan Þóra létu sig ekki vanta.

 

3

HRESS: Bolli ávallt kenndur við verslunina 17 i góðra vina hópi.

 

14

ÍSLANDSVINUR: Helga Hilmarsdóttir ásamt góðum vini, Kevin Reynolds sem er kvikmyndaleikstjóri og gerði meðal annars kvikmyndirnar Prince of thieves með Kevin Costner og Waterworld sem skartaði sama leikara í aðalhlutverki.

 

.

12

GLATT Á HJALLA: Kristján Jóhannsson söngvari og Arngrímur Jóhannsson flugstjóri skemmtu borðfélögum sínum með sögum og spjalli.

 

6

TILHEYRIR: Gestir skáluðu fyrir nýju ári í dýrindis kampavíni.

 

26

Í SVÍFANDI SVEIFLU: Söng- og leikkonan, Bryndís Ásmundsdóttir sveiflaði sér í takt við tónlistina af stakri snilld.

 

15

FAGNAÐ MEÐ SÖNG: Salka Sól var sannarlega kona ársins 2015, hún fagnaði nýju ári með stíl.

 

19

MYNDARLEG: Matthías og eiginkona hans Annette, skemmtu sér vel um kvöldið.

 

4

GLITRANDI FEGURÐ: Kolbrún Pálína og Christina geisluðu af fegurð.

 

17

SYNGJANDI GLAÐUR: Jón Ólafsson athafnamaður tók kvöldið með trompi. Hildur tengdadóttir hans brosti líka sínu breiðasta og vinkona hennar Cara skemmti sér vel .

 

16

LANGFLOTTASTUR: Mummi Nordquist mætti í ekta skotapilsi.

 

0

HÁTÍÐLEG STEMMNING: Öllu var til tjaldað og salurinn fagurlega skreyttur.

 

10

TAKTU TIL VIÐ AÐ TVISTA: Gulla og Guffi sýndi meistaratakta á dansgólfinu.

Related Posts