ÞETTA HLÝTUR AÐ HAFA VERIÐ VONT

ÁI Máltækið enska segir „Beauty is pain“ og í tilviki Imgur notandans Aub3912 á það svo sannarlega við.
Í gær deildi hún mynd af sér á Reddit og lýsti um leið tilraunum sínum með snyrtiáhöldin og við getum bara ekki annað en fundið til með henni og týndum augnhárum hennar.

Blessuð konan var að nota augnhárabrettara þegar hún hnerraði. Þar sem að hún var með brettarann vel klemmdan um augnhárin olli þetta því að hún reif þau af.
Þetta hlýtur að hafa verið sárt. En slysin geta gerst í bjútíbransanum eins og annarsstaðar og eins og mamma sagði alltaf „þetta grær áður en hún giftir sig.“

eye1 lash

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

 

Related Posts