Hvort sem það er andleg eða líkamleg fötlun er gríðarlega erfitt fyrir heilbrigðan mann að leika fatlaðan einstakling. Þessir leikarar eru þó engir aukvisar og tókst að leika sín hlutverk upp á tíu. Hér eru nokkrir af eftirminnilegustu fötluðu einstaklingum í kvikmyndum.

 

Raymon Babbitt (Rain Man) Dustin Hoffman færir okkur hér eina albestu frammistöðu sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Charlie Babbitt, leikinn af Tom Cruise, fréttir að faðir hans sé látinn og hafi ákveðið að auðævi sín skuli fara til geðsjúkrahúss. Charlie fer á sjúkrahúsið og kemst að því að hann á einhverfan bróður, Raymond Babbitt, sem er sjúklingur á sjúkrahúsinu. Raymond er haldinn geðsjúkri þráhyggju þegar kemur að rútínu sinni og á erfitt með mannleg samskipti. Hann man allt sem hann sér og er meðal annars gæddur þeim hæfileikum að geta talið tannstöngla á methraða og einnig telur hann spil í blackjack. Raymond er yfirleitt með mikið jafnaðargeð en allt getur farið fjandans til ef til dæmis pönnukökurnar hans koma á borðið á undan sírópinu, kvöldmaturinn er eftir klukkan fjögur á daginn og hann VERÐUR að sofa við glugga. Dustin Hoffman fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og margir eru á því að aldrei hafi andlega fatlaður einstaklingur verið leikinn jafn vel.

Raymon Babbitt (Rain Man)
Dustin Hoffman færir okkur hér eina albestu frammistöðu sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Charlie Babbitt, leikinn af Tom Cruise, fréttir að faðir hans sé látinn og hafi ákveðið að auðævi sín skuli fara til geðsjúkrahúss. Charlie fer á sjúkrahúsið og kemst að því að hann á einhverfan bróður, Raymond Babbitt, sem er sjúklingur á sjúkrahúsinu. Raymond er haldinn geðsjúkri þráhyggju þegar kemur að rútínu sinni og á erfitt með mannleg samskipti. Hann man allt sem hann sér og er meðal annars gæddur þeim hæfileikum að geta talið tannstöngla á methraða og einnig telur hann spil í blackjack. Raymond er yfirleitt með mikið jafnaðargeð en allt getur farið fjandans til ef til dæmis pönnukökurnar hans koma á borðið á undan sírópinu, kvöldmaturinn er eftir klukkan fjögur á daginn og hann VERÐUR að sofa við glugga. Dustin Hoffman fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni og margir eru á því að aldrei hafi andlega fatlaður einstaklingur verið leikinn jafn vel.

 

Lennie Small (Of Mice And Men) Lennie Small, leikinn af John Malkovich, er það sem margir myndu kalla „blíði risinn“. Hann er vaxinn eins og skógarbjörn og hefur styrk á við skógarbjörn. Lennie vill öllum vel en hann hefur andlegan þroska á við fimm ára barn og skilur til dæmis ekki hluti eins og dauða. Hann á það til að koma sér í vandræði en skilur ekki hvað komi honum í vandræði og hvað ekki. Síðasta senan í myndinni fær hörðustu menn til að grenja eins og smábörn. Ótrúlegur styrkur og barnaleg hugsun hans gerir hann hættulegan og því þarf hann á vini sínum George Milton að halda til að hann komi sér ekki í vandræði. Það kemur þó að því að Lennie lendir í vandræðum sem eru ófyrirgefanleg og ekki einu sinni George getur bjargað honum úr þeirri klípu. Ef þú hefur ekki séð myndina, horfðu á hana og vertu með kassa af grenjupappír við hliðina á þér.

Lennie Small (Of Mice And Men)
Lennie Small, leikinn af John Malkovich, er það sem margir myndu kalla „blíði risinn“. Hann er vaxinn eins og skógarbjörn og hefur styrk á við skógarbjörn. Lennie vill öllum vel en hann hefur andlegan þroska á við fimm ára barn og skilur til dæmis ekki hluti eins og dauða. Hann á það til að koma sér í vandræði en skilur ekki hvað komi honum í vandræði og hvað ekki. Síðasta senan í myndinni fær hörðustu menn til að grenja eins og smábörn. Ótrúlegur styrkur og barnaleg hugsun hans gerir hann hættulegan og því þarf hann á vini sínum George Milton að halda til að hann komi sér ekki í vandræði. Það kemur þó að því að Lennie lendir í vandræðum sem eru ófyrirgefanleg og ekki einu sinni George getur bjargað honum úr þeirri klípu. Ef þú hefur ekki séð myndina, horfðu á hana og vertu með kassa af grenjupappír við hliðina á þér.

 

 

Forrest Gump (Forrest Gump) Forrest Gump er af mörgum talin ein besta mynd sem gerð hefur verið. Tom Hanks leikur Forrest Gump sem er með greindarvísitölu upp á sjötíu en nær þrátt fyrir það að skara fram úr á hinum ýmsu sviðum. Gump nær að komast yfir fötlun sína sem barn og getur hlaupið á leifturhraða sem meðal annars veldur því að hann er valinn í skólalið sitt í amerískum fótbolta. Eftir háskóla fer Gump í Víetnamstríðið og gríðarlegur styrkur hans bjargar meðal annars flestum úr hans herdeild. Gump stofnar rækjufyrirtæki til heiðurs vini sínum sem lést í stríðinu en á þessari vegferð hugsar hann alltaf um ástina sína, Jenny. Gump lendir í hinum ýmsu ævintýrum, eins og til dæmis að vera skotinn í rasskinnina, sigra kínverska meistara í borðtennis, „múna“ forseta Bandaríkjanna og að lokum ná þau Jenny saman. Tom Hanks fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni en myndin í heild sinni vann til sex Óskarsverðlauna.

Forrest Gump (Forrest Gump)
Forrest Gump er af mörgum talin ein besta mynd sem gerð hefur verið. Tom Hanks leikur Forrest Gump sem er með greindarvísitölu upp á sjötíu en nær þrátt fyrir það að skara fram úr á hinum ýmsu sviðum. Gump nær að komast yfir fötlun sína sem barn og getur hlaupið á leifturhraða sem meðal annars veldur því að hann er valinn í skólalið sitt í amerískum fótbolta. Eftir háskóla fer Gump í Víetnamstríðið og gríðarlegur styrkur hans bjargar meðal annars flestum úr hans herdeild. Gump stofnar rækjufyrirtæki til heiðurs vini sínum sem lést í stríðinu en á þessari vegferð hugsar hann alltaf um ástina sína, Jenny. Gump lendir í hinum ýmsu ævintýrum, eins og til dæmis að vera skotinn í rasskinnina, sigra kínverska meistara í borðtennis, „múna“ forseta Bandaríkjanna og að lokum ná þau Jenny saman. Tom Hanks fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni en myndin í heild sinni vann til sex Óskarsverðlauna.

 

 

 

Arnie Grape (What´s Eating Gilbert Grape) Gilbert Grape (Johnny Depp) þarf að sjá um yngri bróður sinni, Arnie Grape (Leonardo DiCaprio), en Arnie er mjög þroskaskertur. Móðir þeirra bræðra gafst upp á lífinu eftir að eiginmaður hennar hengdi sig og getur ekki séð um syni sína vegna offitu og þunglyndis. Gilbert er verndari Arnie og passar upp á hann en Arnie á það til að klifra upp á vatnsturninn í bænum og koma sér í vandræði. Móðir þeirra bræðra er aðhlátursefni í bænum vegna offitu sinnar og þegar Arnie neitar að láta baða sig í eitt skiptið, snappar Gilbert og lemur bróður sinn sundur og saman. Með óbragð í munninum vegna þess sem hann hefur gert ákveður Gilbert að stökkva út í bíl og keyra burt. Hann kemur þó til baka að lokum og biðst fyrirgefningar á því sem hann hafði gert. Eftir átján ára afmælisveislu Arnie fer móðir þeirra í hjónaherbergið, í fyrsta sinn síðan maður hennar lést, og þar finnur Arnie hana þar sem hún liggur dáin upp í rúmi og við tekur atriði sem þarfnast tissjús. Leonardo var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni en hann var einungis nítján ára gamall. Eins og flestir geta getið sér til um vann Leo ekki Óskarinn og margir voru ósáttir við það, enda var Leo frábær í hlutverkinu.

Arnie Grape (What´s Eating Gilbert Grape)
Gilbert Grape (Johnny Depp) þarf að sjá um yngri bróður sinni, Arnie Grape (Leonardo DiCaprio), en Arnie er mjög þroskaskertur. Móðir þeirra bræðra gafst upp á lífinu eftir að eiginmaður hennar hengdi sig og getur ekki séð um syni sína vegna offitu og þunglyndis. Gilbert er verndari Arnie og passar upp á hann en Arnie á það til að klifra upp á vatnsturninn í bænum og koma sér í vandræði. Móðir þeirra bræðra er aðhlátursefni í bænum vegna offitu sinnar og þegar Arnie neitar að láta baða sig í eitt skiptið, snappar Gilbert og lemur bróður sinn sundur og saman. Með óbragð í munninum vegna þess sem hann hefur gert ákveður Gilbert að stökkva út í bíl og keyra burt. Hann kemur þó til baka að lokum og biðst fyrirgefningar á því sem hann hafði gert. Eftir átján ára afmælisveislu Arnie fer móðir þeirra í hjónaherbergið, í fyrsta sinn síðan maður hennar lést, og þar finnur Arnie hana þar sem hún liggur dáin upp í rúmi og við tekur atriði sem þarfnast tissjús. Leonardo var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni en hann var einungis nítján ára gamall. Eins og flestir geta getið sér til um vann Leo ekki Óskarinn og margir voru ósáttir við það, enda var Leo frábær í hlutverkinu.

 

 

Philippe (The Intouchables) Philippe er vellauðugur Frakki sem er lamaður frá háls og niður og þarfnast aðhlynningar allan sólarhringinn. Hann ræður Driss, vandræðagemsa, sem aðstoðarmann sinn en Driss er þó ekki klár í hlutverkið í fyrstu. Philippe er fremur þurr náungi. Mikill áhugamaður um list en þunglyndur vegna fötlunar sinnar. Driss er algjör andstæða Philippe, hann skilur ekki abstrakt list, skellir upp úr þegar hann sér tré syngja í óperunni og er eins langt frá því að vera ríkur og hægt er. Hann er harður af sér og með eindæmum lífsglaður. Þegar Driss og Philippe kynnast betur fer Phillipe að sjá gleðina í því sem fylgir því að vera til. Driss fær bros til að myndast aftur hjá Philippe og hjálpar honum meðal annars að finna ástina á ný. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem gerir hana enn stórfenglegri.

Philippe (The Intouchables)
Philippe er vellauðugur Frakki sem er lamaður frá háls og niður og þarfnast aðhlynningar allan sólarhringinn. Hann ræður Driss, vandræðagemsa, sem aðstoðarmann sinn en Driss er þó ekki klár í hlutverkið í fyrstu. Philippe er fremur þurr náungi. Mikill áhugamaður um list en þunglyndur vegna fötlunar sinnar. Driss er algjör andstæða Philippe, hann skilur ekki abstrakt list, skellir upp úr þegar hann sér tré syngja í óperunni og er eins langt frá því að vera ríkur og hægt er. Hann er harður af sér og með eindæmum lífsglaður. Þegar Driss og Philippe kynnast betur fer Phillipe að sjá gleðina í því sem fylgir því að vera til. Driss fær bros til að myndast aftur hjá Philippe og hjálpar honum meðal annars að finna ástina á ný. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem gerir hana enn stórfenglegri.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts