VI1503102425_001

Fullt nafn: Þorbjörg Marinósdóttir. Aldur: 30 ára. Starfsheiti: Rithöfundur, pistlahöfundur, ráðgjafi, búðarkona og gleðipinni. Maki: Karl Sigurðsson. Börn: Regína Birkis Karlsdóttir. Stjörnumerki: Bogmaður. Áhugamál: Ferðalög, matreiðsla, fjallgöngur, líkamsrækt, hönnun, grín og skapandi listir. Á döfinni: Að fara aftur til Balí!

Undanfarin misseri hefur Tobba Marinós verið að skrifa pistla fyrir Kvennablaðið ásamt því að skrifa fjórar bækur. Í dag er hún að vinna að sinni fimmtu bók meðfram því að vera í fæðingarorlofi. „Ég mun svo á næstu dögum opna vefverslun með handsaumaðan fatnað og skart frá Balí en við fjölskyldan dvöldum þar í mánuð nýverið.“

Dagsdaglega er Tobba mestmegnis í gallabuxum og einhverju þægilegu að ofan. „Fatastíllinn breytist við að vera með barn á brjósti þar sem þú þarft að geta vippað þér úr að ofan nánast hvar og hvenær sem er. Annars myndi ég lýsa fatastíl mínum sem litríkum og kvenlegum. Ég var mjög tjúlluð í fatavali sem unglingur og hef lært að meta klassísk snið og „less is more“ með aldrinum.“
Hún segir hina almennu íslensku konu veita henni mikinn innblástur. „Ég þarf ekki annað en að rölta í bænum eða kíkja í boð til að fá innblástur. Íslenskar konur eru svo smart.“

Það er tvennt sem henni finnst allar konur verða að eiga í fataskápnum sínum; svartan kjól sem gengur við öll tilefni og svo kímonó, því þeir eru bæði æðislegir við gallabuxur og árshátíðardressið.

 

 

 

VI1503102425_003Svartur handsaumaður silkikímonó sem ég keypti á Balí. Hann varð svo kveikjan að netversluninni sem opnar á næstu dögum.

 

 

VI1503102425_004

 

 

 

Peysurnar sem amma prjónar af alúð. Amma prjónaði dásamlega fallegar vetrarpeysur á okkur Kalla. Þegar ég var ólétt gaf hún mér svo barnapeysu sem var prjónuð úr afgöngunum úr okkar peysum.

 

 

VI1503102425_002

Uppáhaldsfylgihlutirnir mínir í augnablikinu eru hálsfesti sem ég keypti á Balí og hringur sem foreldrar mínir létu sérsmíða handa mér þegar ég varð þrjátíu ára.

 

 

 

 

 

 

 

 

Umsjón: Hildur Friðriksdóttir
Myndir: Hákon Davíð Björnsson

 

Related Posts