fasteigna

GLÆSILEGUR: Ragnar í hvítum jakka á fasteignasölunni.

Ragnar Hlöðversson (30) gjafmildur um jólin:

 

Fasteignasalinn Ragnar Hlöðversson hefur alltaf verið mikið jólabarn. Það varð engin breyting á um síðustu jól en hann tók sig þá til og gaf hluta af sölulaunum sínum til góðs málefnis.

„Ég hef allt tíð verið gríðarlegt jólabarn og ríkir alltaf mikill kærleikur á mínum bæ í desember. Ég ákvað að nýta tækifærið á aðventunni og láta hluta af sölulaunum mínum fyrir þær íbúðir sem ég fékk í sölu í desember renna til Fjölskylduhjálpar Íslands,“ segir gæðablóðið og fasteignasalinn Ragnar Hlöðversson. Ragnar hefur unnið sem fasteignasali í sex mánuði og lætur vel af starfinu. „Ég starfa á fasteignasölunni Kaupstaður og kann vel við mig þar.“

Hugmyndina að jólagóðverkinu segir Ragnar hafa komið eftir að hafa fundið fyrir því að hann vildi láta gott af sér leiða. „Ég ákvað að skella í fallegt jólagóðverk og þar sem ég vinn á fasteignasölu fannst mér þetta kjörin leið til að láta gott af mér leiða um hátíðarnar.“

Aðspurður af hverju Fjölskylduhjálp hafi orðið fyrir valinu segir hann starfsemina þar vera til fyrirmyndar og gott að styrkja starfið:

„Ég er sjálfur mikill fjölskyldumaður og finnst frábært hvað Fjölskylduhjálpin er að gera góða hluti á jólunum fyrir foreldra sem eiga ekki mikið á milli handanna.“

Related Posts