Stórleikarinn Ben Affleck fer með aðalhlutverkið í nýjustu mynd leikstjórans David Fincher (Seven, Zodiac, The Social Network), Gone Girl. Hún er byggð á samnefndri metsölubók Gillian Flynn, sem seldist eins og heitar lummur og vermdi efstu sæti bóksölulista á vesturlöndum mánuðum saman.

Myndin fjallar um skötuhjúin Nick og Amy Dunne. Dag einn hverfur Amy með dularfullum hætti á fimm ára brúðkaupsafmæli þeirra. Við rannsókn málsins finnst dagbók þar sem flett er ofan af svikulum eiginmanni hennar, en þar með er sagan ekki öll.

Gone Girl verður frumsýnd þann 10. október.

Related Posts