120 ár frá fæðingu Bill W. (1895 –1971):

Minning um mann Í dag 26. nóvember eru 120 ár frá fæðingu William Griffith Wilson eða Bill. W eins og hann var jafnan kallaður. Margir Íslendingar standa í þakkarskuld við hann en Bill var annar stofnandi AA samtakanna sem þúsundir landsmanna hafa sótt bata sinn til frá alkóhólisma. AA- samtökin eru öflug á Íslandi og vikulega eru haldnir 200 AA-fundir víða um land þó að fáir viti af því.

Hver fundur í AA-samtökunum hefst með lestri eftirfarandi inngangsorða:

AA samtökin eru félagsskapur karla og kvenna sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginlegt vandamál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum frá áfengisbölinu.

Til þess að gerast AA félagi þarf aðeins eitt; Löngun til að hætta að drekka. Inntöku eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalega farborða.

AA samtökin eru sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki afstöðu til opinberra mála. Höfuðtilgangur okkar er að vera ódrukkin og að styðja aðra alkóhólista til hins sama.

Bill W. lést 24 janúar 1971.

Man-on-the-Bed

MAÐURINN Á RÚMINU: Þetta málverk er þekkt í sögu AA-samtakanna en það sýnir stofnendurna Bill W og Bob hjálpa lögfræðingnum Bill D. en hann var þriðji alkinn sem varð edrú eftir AA-leiðinni sem svo margir Íslendingar hafa farið.

 

Einn dag í einu með Séð og Heyrt!

Related Posts