Bjarki Sigmarsson (43) er frístundabóndi:

Mehhhh  Bílstjóranum Bjarka var skemmt fyrir stuttu þegar Elsa, 16 ára gömul dóttir hans, kom til hans og sýndi honum nafna hans og tvífara í tölvuleik. Um er að tölvuleikinn Subway Surfers og núna er í gangi tímabundið leikhlutinn „Iceland World Tour“. Bjarka má kaupa í leikum með 95 þúsund punktum.

„Mér fannst þetta bara ótrúleg tilviljun að þarna væri rauðhærður ungur maður í lopapeysu með lamb undir hendi,“ segir Bjarki og hlær. Hann sjálfur er sköllóttur í dag en var rauðhærður sem ungur maður. Það er þó ekki bara nafnið og háraliturinn sem Bjarki tengdi við heldur líka rollan sem Bjarki í tölvuleiknum röltir um með, þar sem Bjarki sjálfur er frístundabóndi. „Ég er bara frístundabóndi með átta stykki, við félagarnir erum saman með 35 stykki.“

Bjarki hefur verið frístundabóndi síðan 2008. „Þetta er líklega skrýtnasta og vitlausasta áhugamál sem til er og dýrasta lambakjöt í heimi.“

14445151_10154261838724584_2960101392961440773_o

14444803_10154261838594584_7880123171727224219_o

14435125_10154261838979584_8404177695314419873_o

Séð og Heyrt á ekki kindur.

Related Posts