hrafnhildur sigurðardóttir

SPRÆK AMMA: Hrafnhildur Inga er spræk amma og þeir Gunnar og Hrafnkell, dóttursynir hennar, kíktu að sjálfsögðu á opnunina.

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir (69) sýnir málverk að austan:

Flottar myndir „Þetta var stórkostleg opnun, troðfullt hús og gestirnir voru eingöngu fallegt, gott og gáfað fólk,“ segir Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir um opnun sýningar sinnar í Gallerí Fold. „Það er alltaf gaman þegar maður er búinn að vinna sleitulaust mánuðum saman að því að opna sýningu að fá svona góðar viðtökur.“
Hrafnhildur býr að Sámsstaðabakka í Fljótshlíð með eiginmanni sínum, Óskari Magnússyni, athafnamanni og lögmanni, í grennd við sveitasetur margra mestu auðmanna Íslands. Yfirskrift sýningarinnar er Að austan og málverkin, sem máluð eru með olíu á striga, eru á verðbilinu 180.000-225.000 kr.

ÿØÿágtExif

Á SPJALLINU: Óskar Magnússon, eiginmaður Hrafnhildar og athafnamaður, spjallaði við gestina. Óskar er sjálfur listhneigður tónlistarmaður og smellir sér í gítarsóló þegar sá gállinn er á honum.

„Ég mála það sem ég sé og hef séð og geymi innra með mér, hugarfar og tilfinningu. Málverkin mín eru bein túlkun á því sem ég kem ekki frá mér á annan hátt,“ segir Hrafnhildur sem er afkastamikill málari og verður næst með einkasýningu í Gerðubergi næsta sumar.

 

 

 

 

 

hrafnhildur sigurðardóttir

AUÐMJÚKUR AUÐMAÐUR: Milljarðamæringurinn Sigurður Gísli Pálmason ber auðinn ekki utan á sér og hér er hann á tali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur, ritstjóra DV.

Stóra myndablaðið – það er Séð og Heyrt!

 

 

Related Posts