Björn Emilsson (66) á fallegasta Mustang landsins:

Fjörutíu ára afmælisfagnaði Kvartmíluklúbbsins lauk með glæsilegri bílasýningu í Egilshöll þar sem stífbónuðum tryllitækjum var stillt upp, gestum til ánægju og yndisauka. Dagskrárgerðarmaðurinn Björn Emilsson mætti með forláta Mustang 1971 módel sem hann hefur verið að dunda við að gera upp í ein átján ár.

Mustanginn hans Björns var valinn fallegasti Mustanginn á sýningunni en þetta er annar bikarinn sem hann fær fyrir bílinn en hann var einnig valinn fallegasti Mustanginn á bílasýningu hjá Brimborg á 50 ára afmæli bílategundarinnar.

„Ég hef átt hann síðan 17. maí 1973. Þá fór ég sjálfur til Bandaríkjanna með 2000 dollara í rassvasanum, skíthræddur við glæpamenn,“ segir Björn sem fann bílinn í New York. „Ég á því allar sölunótur og er annar eigandi hans.“

Lesið viðtalið við Björn og sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og heyrt.

Related Posts