Margrét Ósk (24) er upprennandi listamaður:

Listakonan Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir, eða Magga eins og hún er oftast kölluð, er ung og upprennandi listakona. Hún er sjálfmenntuð í myndlistinni og hefur haft nóg að gera í fjölbreyttum verkefnum. Hún leggur stund á nám í grafískri hönnun og nýjasta verkefnið er leyndarmál, sem verður afhjúpað í sumar.

„Mamma segir að ég hafi byrjað að teikna um leið og ég gat haldið á blýanti,“ segir Magga sem segir innblásturinn koma alls staðar að. Hún teiknar mest með penna eða blýanti, en málar einnig akrýlmyndir og veggmyndir. „Flestar hugmyndirnar fæ ég á kvöldin og nóttunni.“

Nýlega var Magga með myndirnar sínar á sýningunni Handverk og hönnun sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Helgin gekk mjög vel, betur en ég bjóst við,“ segir Magga hógvær.

TVÍMYNDASERÍAN: Sjö myndir eru komnar í þessari seríu og fygldi sú fyrsta þeirra, Lundinn, sem póstkort með fyrsta Hús og híbýli í ár.

TVÍMYNDASERÍAN:
Sjö myndir eru komnar í þessari seríu og fygldi sú fyrsta þeirra, Lundinn, sem póstkort með fyrsta Hús og híbýli í ár.

SÚ NÝJASTA: Refurinn er nýjasta og sjöunda myndin í seríunni.

SÚ NÝJASTA:
Refurinn er nýjasta og sjöunda myndin í seríunni.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.

Related Posts