Pokémonæðið er komið aftur:

NÁÐU ÞEIM ÖLLUM MEÐ AÐSTOÐ DRÓNA

Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Pokémon æðið er komið aftur (fór það einhverntíma?) og nú í nýju formi: í gegnum snjallsímana með PokémonGO.
Kynslóðin sem ólst upp við Pokémon fyrir nokkrum árum er búin að endurnýja kynnin (og foreldrarnir líka sem splæstu endalaust í pakka með Pokémonmyndum) og ný kynslóð er að kynnast Pokémon.

Á förnum vegi má sjá fjölda fólks með nefið ofan í snjallsímanum, sem er svo sem ekkert ný sjón, en að þessu sinni er fólk ekki að lesa nýjasta status vina sinna á facebook heldur að leita að Pokémon með hjálp gps. En sumir þeirra leynast á erfiðum stöðum. Þá kemur fyrirtækið TRNDlabs til hjálpar en þeir hafa hannað dróna sem hjálpar til við að ná þeim öllum.

 

pokedrone-by-trndlabs_dezeen_936_9-640x360 pokedrone-by-trndlabs_dezeen_936_10-640x360 pokedrone-by-trndlabs_dezeen_936_12-640x360

pokedrone-by-trndlabs-dezeen-square-936

Lestu Séð og Heyrt alla daga.

Related Posts