Thulin Johansen (69) er með genin í lagi:

Thulin Johansen er umvafinn fallegum konum en hann á þrjár þjóðþekktar dætur sem eru hver annarri glæsilegri.

 

Pabbastelpur Þær Laufey (47), Kittý (41) og Anna Lilja (34) vekja athygli hvar sem þær koma, sumir hafa leitt að því líkur að fegurð þeirra megi rekja til langömmu þeirra og langaafa sem voru bæði norsk og komu frá Stafangri árið 1900.

Thulin og Hrönn

GLÆSILEGT PAR: Thulin hefur smekk fyrir fallegum konum og fagnaði áramótunum með Hrönn Snorradóttur (41), sambýliskonu sinni.

Aðrir telja skýringuna ekki svo langsótta. „Ég átti fallega móður líka en hún var fædd árið 1912,“ segir Thulin, faðir systranna gullfallegu. „Mamma hét Svava Þorgerður Þórhallsdóttir Johansen og var ættuð frá Hornafirði en við bjuggum á Reyðarfirði.“ „Hún var pjöttuð, hafði gaman af því að klæða sig upp á tyllidögum en Svava í Sautján er skírð í höfuðið á henni.“

Johansen systurnar

ALLTAF FLOTT: Svava Þorgerður Þórhallsdóttir Johansen, móðir Thulins og amma dætra hans, er af sumum talin uppspretta fegurðar Johansen-systranna en hún var stórglæsileg allt fram til síðasta dags.

Eiginmaður Svövu Þorgerðar, Thulin Johansen eldri, var umsvifamikill athafnamaður á Reyðarfirði og í minningargreinum um Svövu Þorgerði segir að hið myndarlega heimili þeirra hjóna hafi verið þekkt fyrir gestrisni. Þótt vinnan hafi verið mikil og í nógu að snúast á stóru heimili var húsmóðirin alltaf jafnglæsileg.

„Henni var það eðlilegt að hugsa vel um sitt eigið útlit, ekki síður en heimilið og börnin en allt fram til síðasta dags voru neglurnar lakkaðar og hárið greitt,“ var skrifað um ömmu fegurðardísanna en hún lést níræð að aldri árið 2003.

Mátti ekki hætta

Sjálfur verður Thulin sjötugur á árinu en hann hefur verið stefnuvottur hálfa ævina eða í 35 ár.

„Ég átti að leysa þann landsfræga söngvara Hauk Morthens af í hálfan mánuð á meðan hann fór í frí en svo fékk ég ekkert að hætta aftur. Þá var í lögum að maður gat ekki neitað borgardómara um að vinna starfið nema maður hefði mikla ástæðu til. Það er búið að taka þessa klásúlu út núna en ég ílengdist í þessu og tók við af Hauki þegar hann dó, blessaður. Við erum sex stefnuvottar skipaðir af sýslumanni en erum ekki neinum háðir og erum algjörlega sjálfstæðir.“

Thulin ekur með stefnur heim til fólks en hann vinnur aðallega á kvöldin.

Þetta hefur aukist mikið en þegar ég byrjaði var ég bara einn og vann þetta einn til tvo daga í viku,“ segir hann. „Núna erum við að alla daga vikunnar. Í gamla daga var verið að senda mann með víxla og annað slíkt en núna er verið að rukka bílastæðagjöld, hundaskatt, lífeyrissjóðsgjöld og hvað eina.“

Johansen systurnar

SAMRÝNDAR SYSTUR: Systurnar Anna Lilja, Kittý og Laufey saman í fríi í Róm.

Málverkasýning í afmælisgjöf

Þó fæstir séu kátir að sjá Thulin þegar hann birtist með stefnurnar er honum oftast tekið vel.

„Ég get talið á fingrum annarrar handar þau leiðinlegu viðbrögð sem ég hef fengið á þessum 35 árum,“ segir hann. „Sumir þeyta í mann einhverjum dónaskap en það er eðlilegt. Svo þegar maður kemur næst á eftir réttir viðkomandi út höndina og biðst afsökunar. Maður reynir að fara eins fínt í þetta og hægt er því þetta eru viðkvæm mál.“

Thulin ætlar ekkert að hætta að vinna á meðan að heilsan leyfir.

„Þetta er ágætis leikfimi því maður hleypur upp og niður stiga alla daga. Ég er stálsleginn en verð sjötugur á árinu. Ég læt mig dreyma um að halda málverkasýningu af því tilefni en ég hef aldrei haldið einkasýningu.“

Nýtt Séð og Heyrt á næsta blaðsölustað!

Related Posts