Úrslitakvöldið í Eurovision er í kvöld og því ber að fagna. Þótt Ísland hafi ekki komist áfram er keppnin ekki ónýt því það er alltaf hægt að skemmta sér yfir Eurovision.

Séð og Heyrt mælir með því að þið skemmtið ykkur vel en þó hóflega en fyrir þá sem vilja krydda kvöldið aðeins upp bendum við á þennan skemmtilega drykkjuleik.

Þennan má bara leika einu sinni á ári í Eurovision-partýum

Drekka  2 sopa ef:

1.        Kynnarnir reyna að vera fyndnir

2.        Kvenkyns kynnirinn skiptir um kjól

3.        Kynnarnir eyða tíma í samtal sem enginn getur fylgst með

4.        Einhver keppendanna er líkur einhverjum sem þú þekkir

5.        Einhver keppendanna líkist einhverjum frægum

6.        Minnst er á að Noregur sé ekki enn búinn að fá stig

7.        Kýpur gefur Grikklandi 12 stig

8.        Noregur gefur Svíþjóð stig

           

              Drekka 4 sopa ef:

1.       Söngvari lyftir handleggjunum upp fyrir haus á meðan hann syngur

2.       Söngvari er mjög feitur

3.       Flytjendur eru í hallærislegum fötum eða með hallærislega hárgreiðslu

4.       Söngvari frá Austur-Evrópu er með aflitað hár

5.       Sést í geirvörtur í gegnum fötin

6.       Flytjandinn frá Möltu er ekki loðinn á bringunni

7.       Önnur lönd en enskumælandi flytja á ensku

8.       Flytjandi daðrar í myndavélina

9.       Flytjandi er ekki frá landinu sem hann syngur fyrir

10.       Frakkland gefur Bretlandi ekki stig

11.       Lagið sem fær 8 stig eða hærra er lélegt

12.       Flytjendur eru að tala í síma á meðan stigagjöfin er

Klára glasið ef:

1.        Þýskaland gefur Austurríki 1 stig

2.        Ástralía vinnur

3.        Noregur gefur Svíþjóð ekki stig

4.        Írland vinnur

5.        Ekki er minnst á frið, kærleika eða ást í þýska laginu

Góða skemmtun en gangið þó hægt um gleðinnar dyr.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts