Gísli Rúnar Jónsson (63) þekkir Ladda mann best:

Hver þekkir ekki Elsu Lund, Saxa lækni og Þórð húsvörð og allar hinar persónurnar sem hinn óviðjafnanlegi Laddi hefur skapað í gegnum tíðina. Gísli Rúnar Jónsson leikstjóri, leikari og rithöfundur hefur tekið saman stórmerkilega bók um ævi Ladda. Við héldum að við þekktum hann en getum við verið viss? Þróunarsaga Ladda er splunkuný bók þar sem grafið er og grúskað í lífi Ladda.

HVER ER HINN RAUNVERULEGI LADDI:  Vinir í nær hálfa öld – annar skrifaði sögu hins. Laddi og Gísli Rúnar samherjar í gríni.

HVER ER HINN RAUNVERULEGI LADDI: Vinir í nær hálfa öld – annar skrifaði sögu hins. Laddi og Gísli Rúnar samherjar í gríni.

Hlátur ,,Það var um það leyti þegar Egill Eðvarðsson og Jónas R voru með feykivinsæla sjónvarpsþætti, ég sem kaffibrúsakarl hitti Ladda baksviðs á RÚV. Og ekki varð aftur snúið, því úr skapaðist hinn glæfralegasti árangur þess að etja saman tveimur máttugum og umfram allt eldfimum efnum: Nánar tiltekið sprenging. Ekki með voveiflegum afleiðingum þó, heldur var eins og þarna hefði fyrir tilviljumn orðið til efnablanda, er lengi hafði legið óbætt hjá garði og þarfnaðist viðeigandi farvegs,” segir Gísli Rúnar Jónson um fyrstu kynni sín af leikaranum Ladda en leiðir þeirra hafa legið saman í leik og starfi frá árinu 1972.

Allir landsmenn þekkja Ladda eða telja sig gera það. En maðurinn og persónurnar sem hann skapar eru ekki sami hlutur. Hver er maðurinn á bak við Skúla rafvirkja og alla hina skemmtilegu heimilisvinina.

,,Ég hef þekkt Ladda lengi og unnið með honum oftar en tölu á festir og hann er í mínum huga einn sá albesti grínleikari í heiminum. Það eru fáir sem hafa vald á svo mörgum og ólíkum persónum. Ég kafaði djúpt og komast að ýmsu sem að ég vissi ekki um áður.

Með húmorinn á hreinu

Ef frá er talið þegar Laddi stal ólífutöng Gísla Rúnars í skemmtitúr til Dalvíkur, fyrir margt löngu þá hefur vinskapur þeirra ætíð haldist.

,,Þá má að segja að önnur tengd og bærilega góðkynja tundrudufl hafi verið leyst úr innibirgðum læðingi sínum er við tókum að bræða saman skemmtiefni fyrir skylduáskrifendur, hljómplötur, leiksvið og yfir höfuð alls staðar þar sem slíkri bræðslu varð viðkomið; nokkuð sem við félagar höfum iðkað í sameiningu og stundum í félagi við aðra, af og til í hart nær hálfa öld.” Það verður án efa hátur við lestur þessarar bókar, þegar tveir fyndustu menn landsins koma saman þá stefnir bara í tóma gleði.

laddi

ÞAÐ HÓFST ALLT Á RÚV: Gísli Rúnar og Laddi í þá gömlu góðu daga – síðan hefur margt skemmtilegt komið úr smiðju þeirra félaga.

laddi

VEL TEKIÐ: Ladda og Gísla Rúnari var vel tekið í útgáfuhófi bókarinnar.

laddi

STÖÐUG ÞRÓUN: Þróunarsaga Ladda er enn í smíðum, hann er hvergi nærri að gleðja og gefa – hann mun fagna sjötugsafmæli sínu snemma á næsta ári og þá verður blásið til heljarinnar sviðsveislu.

ÿØÿà

Séð og Heyrt hefur gaman af gríni.

Related Posts