Hrafnkell Örn Guðjónsson (26) trommaði sig inn í hjörtu aðdáenda:

Agent Fresco hefur um árabil verið ein af okkar vinsælustu rokksveitum bæði hér heima og erlendis. Drengirnir eru að leggja í tónleikaferðlag um Evrópu og slógu upp stórtónleikum á NASA til að kveðja íslenska aðdáendur sína. Aðdáendur NASA fögnuðu því ákaft að staðurinn hafi opnað aftur en hann hefur verið einn vinsælasti tónleikastaður borgarinnar.

ÿØÿà

GÓÐUR SVIPUR: Hrafnkell var magnaður á trommunum eins og sjá má á myndinni. Hann gengur undir gælunafninu Keli og stundum líkt við köttinn Kela sem var í Stundinni okkar.

Stórir túrar „Þetta var alveg geðveikt, alveg mjög næs. Þetta voru mjög líklega seinustu tónleikar okkar á Íslandi fram að jólum svo þetta var næs leið til enda á,“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, trymbill Agent Fresco, um stórtónleika hljómsveitarinnar sem haldnir voru á skemmtistaðnum NASA fyrir stuttu en hljómsveitin er að fara í tónleikaferðalag um Evrópu. „Þetta er öll Evrópa og þetta eru tveir stórir túrar. Fyrst erum við að fara á eigin túr í þrjár vikur, komum aðeins heim og förum svo út í sex vikur að hita upp fyrir aðrar hljómsveitir.“

Agent Fresco

ÁSTIN BLÓMSTRAÐI: Þessi tvö fundu varir hvort annars og nutu sín vel við ljúfa tóna Agent Fresco.

Elska NASA

Árið 2015 var draumi líkast hjá strákunum en loksins kom út önnur plata þeirra, Destrier. Destrier fékk mikið lof gagnrýnenda bæði hér heima og einnig á alþjóðlegum tónlistarsíðum, en breytti þessi plata einhverju fyrir Agent Fresco? „Já, við höfum fundið fyrir bústi seinasta árið og við tengjum það við þessa plötu,“ segir Hrafnkell Örn. Tónleikarnir fóru fram á NASA en Hrafnkell segir að sá staður hafi sérstakan stað í hjarta hljómsveitarinnar. „Þetta er svo einstakur staður og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við tölum alltaf um að uppáhaldstónleikarnir okkar, sem við höfum haldið, hafi verið þarna á Airwaves 2008 þegar við vorum að byrja. Það var mjög gaman að koma þarna eftir að staðurinn opnaði aftur, maður finnur fyrir mikilli nostalgíu.“

Agent Fresco

VIRKILEGA GAMAN: Þessar guðdómlegu vinkonur skemmtu sér konunglega á tónleikunum.

 

Agent Fresco

ROKKVINIR: Þessir vinir fengu 10 rokkstig fyrir að mæta eldhressir á lokatónleika Agent Fresco á Íslandi á þessu ári.

 

Agent Fresco

EINN SÁ FÆRASTI: Einn besti söngvari Íslands, Arnór Dan, forsöngvari Agent Fresco, þandi raddböndin fyrir áhorfendur.

Myndir: Ómar Vilhelmsson

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts