Blóm

VINSÆL: Aloa vera er vinsæl planta

10 blóm sem erfitt er að drepa:

Sumir eru þeim hæfileika gæddir að geta ekki með nokkru móti haldið pottaplöntum á lífi. Kaktusar drukkna og burknar skrælna í pottum sínum. Fyrir þá eru blómvendir langbestir þar sem lítið þarf að hafa fyrir þeim. En til eru plöntur sem geta unað sér vel á heimilum plöntumorðingja.

 

Aloa vera

Plantan kann vel við sig í mikilli birtu en vill ekki sólina beint á sig. Nóg er að vökva hana einu sinni í viku eða á tveggja vikna fresti.

 

Veðhlaupari

(e. spider plant)

Þessi planta gefur af sér aukaplöntur sem vaxa út frá gripþráðum hennar. Plantan þarf ekki mikla birtu og er því hægt að hafa hana í skugga. Henni finnst betra að vera með raka mold en hún þolir þurrka inn á milli.

 

VI-dreamstime_xl_26783593

LÍFSEIG: Indíánafjöður lifir í hvaða birtu og hitastigi sem er.

Indíánafjöður

(einnig kölluð tengdamóðurtunga, sverð abyssiníukeisara og sveðjujurt – e. snake plant, mother-in-law’s tongue)

Lifir í hvaða birtu og hitastigi sem er en best er ef loftið er að mestu þurrt og moldin líka.

 

Stofufíkjutré

(e. rubber tree)

Þetta tré getur orðið allt að þriggja metra hátt og þarf meðalbirtu. Moldin þarf að þorna á milli vökvana.

 

Friðarlilja

(e. peace lily)

Liljan þarf lítinn loftraka og lítið ljós. Hún lifir best ef moldin er rök.

 

Blóm

FALLEG: Bergfléttunni líður best ef moldin er rök

Bergflétta

(e. english ivy)

Fléttunni líður best ef moldin er rök og herbergið er í kaldara lagi.

 

Silfurmörvi

(einnig kallaður paradísartré og silfurtré – e. jade plant)

Ekki þarf að vökva þessa plöntu oft. Best er ef bjart er í kringum hana.

 

Betelpálmi

(e. areca palm)

Óbein birta er það sem þessi pálmi vill. Moldin á líka að vera nokkuð þurr og er því nóg að vökva hann aðra hvora viku.

 

Sómakólfur

(e. zz plant)

Blóm

ELSKAR SÓLINA: Júkkan vill sólarljós beint í æð.

Sómakólfurinn unir sér vel þótt hann sé ekki vökvaður í tvær vikur og þolir litla birtu í einhvern tíma.

 

Júkka

(e. yucca)

Júkkan vill sólarljós beint í æð. Hins vegar þarf ekki að vökva hana í hverri viku og hún þolir þurrka.

Related Posts