SÉÐ OG HEYRT SKOÐAR HEIMINN

Sumarólympíuleikarnir standa nú sem hæst í Rio De Janeiro í Brasilíu en þeir hófust 5. ágúst síðastliðinn og standa til 21. ágúst. Augu heimsins fylgjast með bestu íþróttamönnum veraldar etja kappi sín á milli. Fjölmargir íþróttagarpar hafa hlotið frægð að lokinni keppni fyrir annað en íþróttaiðkun sína. Nýjar stjörnur munu án efa rísa upp úr ólympíugleðinni að keppni lokinni og hasla sér völl á öðrum vettvangi.

Carl Lewis (55)

Hann er að öllum líkindum nafnið sem flestir tengja við Ólympíuleikana en Lewis var upp á sitt besta á níunda áratugnum og setti fjölda heimsmeta. Hann vann 10 verðlaun á Ólympíuleikum á ferli sínum, þar af 9 gullverðlaun. Ferillinn stóð frá 1979-1996. Eftir að hann lauk íþróttaferlinum hefur hann leikið í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Árið 2011 gerði hann tilraun til að komast í framboð í öldungadeild New Jersey fyrir demókrata en var hafnað þar sem hann uppfyllti ekki skilyrði um búsetu. Lewis á einnig fyrirtækið C.L.E.G sem markaðssetur vörur og þjónustu, þar á meðal vörur undir hans nafni.

carl-lewis

Carl Lewis at the Save The World Awards show 2009

Muhammad Ali (lést 3. júní 2016, 74 ára gamall)
Ali var einn af dáðustu íþróttamönnum 20. aldarinnar. Hann byrjaði að boxa sem áhugamaður aðeins 12 ára gamall og þegar hann var 18 ára vann hann gullverðlaun á Sumarólympíuleikunum í Róm. Fyrsta heimsmeistaratitilinn af þremur vann hann svo fjórum árum síðar. Ali var útnefndur íþróttamaður aldarinnar af BBC og bandaríska tímaritinu Sports Illustrated. Ali var mannvinur og friðarsinni og 1967 gagnrýndi hann Víetnamstríðið og neitaði að gegna herþjónustu og var af þeim sökum sviptur keppnisleyfi og heimsmeistaratitlinum.

30043f44efa4e63362636ac50cb5609b59384cc2

_80112614_80112613

Mary Lou Retton (48)
Fimleikakonan Retton vann gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og tvö brons á Sumarólympíuleikunum 1984. Frammistaða hennar þar gerði hana að einum af vinsælustu íþróttamönnum Bandaríkjanna. Hún var öflugur stuðningsmaður Ronald Reagans, fyrrum forseta Bandaríkjanna 1981-1989, hefur komið fram í nokkrum kvikmyndum í „kameó“-hlutverkum og sinnir nokkrum auglýsingasamningum, þar á meðal fyrir sjampó og keilu.

mary-lou

Retton-m

Yusra Mardini (18)
Mardini er að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum en hún er þegar orðin heimsfræg fyrir allt annað en íþrótt sína, sundið. Í ágúst 2015 flúði hún Sýrland ásamt systur sinni og ætluðu þær yfir til Grikklands á báti ásamt 18 öðrum flóttamönnum. Eftir að mótor bátsins bilaði og vatn fór að flæða inn í hann ákváðu systurnar, ásamt tveimur öðrum, að synda og ýta bátnum jafnfram áfram.  Aðrir í bátnum voru ekki syndir. Þremur tímum síðar náðu þau landi í Lesbos, Grikklandi. Mardini er nú búsett í Berlín, Þýskalandi, og keppir ásamt níu öðrum í sérstöku keppnisliði flóttafólks á Ólympíuleikunum.

yusra

Oscar Pistorius (29)
Suðurafríski hlauparinn hefur unnið til sex gull-, einna silfur- og einna bronsverðlauna á þremur Sumarólympíuleikum fatlaðra. Árið 2012 varð Pistorius svo fyrsti fótalausi íþróttamaður sögunnar til að keppa á Ólympíuleikum. Hann komst í undanúrslit í 400 metra hlaupi og hljóp alla leið í úrslit með boðhlaupssveit Suður-Afríku. Pistorius sem hefur lært viðskiptastjórnun birtist á forsíðum íþrótta- og lífsstílsblaða um allan heim og skrifaði undir samninga við fjölda fyrirtækja, svo sem fatarisann Nike, símafyrirtækið BT og ilmvatnsframleiðandann Thierry Mugler. Pistorius var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hafa skotið unnustu sína til bana 14. febrúar 2013 en hann bar því við að hann hefði talið að hún væri innbrotsþjófur. Það er spurning hvort íþróttaferli Pistorius sé lokið þar með.

article-2300442-14EA0413000005DC-476_634x405

oscar_pistorius_27591

Caitlyn Jenner (66)
Jenner sem áður hét Bruce Jenner vann til gullverðlauna á Ólympíuleikum og setti heimsmet. Síðan tók við ferill í sjónvarpi, kvikmyndum, ritstörfum, kappakstri, viðskiptum auk þess sem hann var forsíðufyrirsæta Playgirl-tímaritsins. Jenner varð þekktur sem faðirinn í Kardashian-klaninu og hefur síðan 2007 birst í raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians. Í apríl 2015 kom Jenner fram sem transkona og í forsíðuviðtali við Vanity Fair í júlí sama ár breytti hann nafni sínu opinberlega úr Bruce í Caitlyn. Nafnið og kynleiðréttingin urðu opinber í september sama ár. Jenner er þekktasta transgender-kona heims og leikur í dag í raunveruleikaþáttunum I Am Cait.

64340

OJPX5Wiy

Serena Williams (34)
Tennisstjarnan er sú fremsta í heiminum og af flestum talin besti tennisleikari kvenna allra tíma. Hún á flesta titla af þeim leikmönnum, bæði karla og kvenna, sem eru enn að keppa í íþróttinni. Hún hefur unnið til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og keppir núna á sínum fimmtu í Rio De Janeiro. Williams hefur undirritað fjölda styrktarsamninga við heimsþekkt fyrirtæki, eins og til dæmis Nike, Gatorade, Aston Martin, Pepsi og IBM, til að nefna nokkur. Hún hefur komið fram í gestahlutverki í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, hefur gefið út bók ásamt systur sinni Vanessu, sem einnig er þekktur tennisleikari, og gefið út fatalínu. Williams er mikill mannúðarvinur og rekur sjóðinn Serena Williams Foundation auk þess að vera sendiherra UNICEF.

LONDON, ENGLAND - JULY 12: Serena Williams attends the Wimbledon Champions Dinner at The Guildhall on July 12, 2015 in London, England. (Photo by Stuart C. Wilson/Getty Images)

Serena_williams_31_3436673b

Séð og Heyrt í sportinu alla daga.

 

Related Posts