Erla Þórarinsdóttir (59), stjúpdóttir forsetans, dregur Einlínur:

 

Erla Þórarinsdóttir myndlistarkona opnaði sýninguna Einlínur í SÍM-salnum. Þar sýnir hún ný verk sem hún kallar Einlínur og eitt stórt, klassískt málverk sem hún kallar Bonga Banga og vísar til Bárðarbungu sem er mörgum ofarlega í huga þessi dægrin.

 

Ættstór „Bonga Banga er skírskotun í einbeitinguna og það sem er að gerast í núinu. Er ekki Bonga Banga það sem við erum öll búin að vera að bíða eftir? Hristingur sem hefur fylgt okkur í allt sumar. Biðin eftir gosi. Það verður ekki íslenskara.“

Einlínurnar málar Erla á álplötur í einbeitingarham þar sem liturinn rennur og línan heldur áfram óbrotin út í eitt. „Álplöturnar sjúga ekkert í sig þannig að annaðhvort gengur þetta upp eða ekki,“ segir Erla sem er undir áhrifum hugleiðslu og austrænnar heimspeki þegar hún dregur línurnar.

„Það er gaman að því að Einar Örn Benediktsson opnaði einlínusýningu degi á undan mér þannig að þetta er greinilega vinsælt núna.“

Margt var um manninn hjá Erlu og munaði þar ekki lítið um barnmargar systur hennar, þær Döllu og Tinnu Ólafsdætur, sem komu með nokkur barna sinna, ásamt afanum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta og stjúpföður Erlu sem er dóttir Guðrúnar Katrínar heitinnar Þorbergsdóttur.

Erla Erla

FORSETAFJÖLSKYLDAN: Erla ásamt stjúpanum Ólafi Ragnari Grímssyni og systrum sínum, þeim Döllu og Tinnu. Tvíburaysturnar komu með hluta barnaskara síns með sér og forsetinn smalaði öllum afkomendum sínum sem mættir voru á hópmynd. Fremst á myndinni eru systkinin Guðrún Katrín og Ólafur Ragnar Matthíasbörn. Við hlið Döllu stendur Katrín Anna Karlsdóttir og móðir hennar heldur á öðrum tvíburanum sínum, Grími Karlssyni.

Erla Erla

FRJÁLSLEGUR HERRAMAÐUR: Alltmúlígmaðurinn og einn stofnenda Stöðvar 2, Hans Kristján Árnason, var frjálslegur nýkominn inn úr rokinu.

HÖNNUÐIR: Magnús Skúlason arkitekt og Lísbet Sveinsdóttir myndlistarkona, löngum kennd við  hönnunarverslunina ELM sem hún rak ásamt stöllum sínum um langt árabil.

HÖNNUÐIR:
Magnús Skúlason arkitekt og Lísbet Sveinsdóttir myndlistarkona, löngum kennd við hönnunarverslunina ELM sem hún rak ásamt stöllum sínum um langt árabil.

ÁRMANN Í VETRARHAM: Fagurkerinn, listunnandinn og góðvinur Erlu, Ármann Reynisson, lét sig vitaskuld ekki vanta.

ÁRMANN Í VETRARHAM:
Fagurkerinn, listunnandinn og góðvinur Erlu, Ármann Reynisson, lét sig vitaskuld ekki vanta.

Related Posts