Reynir að komast í heimsmetabók Guinness:

Hin 18 ára gamla Adrianne Lewis telur að hún sé með lengstu tungu í heimi. Tunga hennar er yfir 10 sentimetrar að lengd og getur hún því ekki aðeins snert nef sitt með henni heldur einnig augun.

Adrianne er orðin heimsþekkt í netheimum eftir að hún setti myndir af tungu sinni á netmiðla, þar á meðal YouTube. Hún hefur haft samband við heimsmetabók Guinness til að fá tungu sína skráða sem þá lengstu í heimi.

ÁHUGI: Adrianne segir að margir hafi samband við sig á netinu.

ÁHUGI: Adrianne segir að margir hafi samband við sig á netinu.

Adrianne segir að margir hafi haft samband við sig á netinu og að meirihluta sé um jákvæðar umsagnir að ræða. “Það eru þó nokkur nettröll inn á milli sem koma með ósiðlegar athugasemdir, “ segir Adrianne í samtalið við Daily Mirror. “Ég reyni að eyða þessum athugasemdum og halda síðu minni skikkanlegri.”

Forráðamenn sjónvarpsþáttanna Ripley´s Believe It Or Not hafa haft samband við Adrianne og til stendur að hún komi fram í einum af þáttunum.

Related Posts