Jónína Benediktsdóttir (58) hljóp í skarðið þegar Gunnar Þorsteinsson (64) var rændur lifibrauðinu:

Athafnakonan Jónína Benediktsdóttir hefur lengi verið áberandi í íslensku þjóðlífi. Hún kenndi þjóðinni eróbikk og var einn fremsti líkmasræktarfrömuður landsins um árabil. Hún hefur um nokkurt skeið boðið upp á heilsumeðferðir, bæði hér og í Póllandi. Þessa daganna pakkar Jónína niður og mun fljótlega taka á móti stórum hópi Íslendinga sem mun dvelja þar sér til heilsubótar undir leiðsögn Jónínu.

 

Sterk „Ég var búin að minnka við mig vinnu og hætt að fara svona oft út en eftir að Gunnar var sviptur ævistarfinu þá tók ég við keflinu, ég geri það sama og allir Íslendingar, geng aukakílómeter til að eiga fyrir salti í grautinn,“ segir Jónína Benediktsdóttir sem er þekkt fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.

33. tbl. 2015, barátta, ferðalag, Jónína Ben, pakka, Pólland, Séð & Heyrt, Skúli, sumarbústaður, Viðtal, SH1508203146

VÖN SVIÐSLJÓSINU: Jónína er vön kastljósi samtímans og lætur umtal ekkert á sig fá.

 

Fjöldi Íslendinga hefur lagt leið sína til Póllands, fjölmargir fara árlega og hlaða batteríin þar ytra á vegum Jónínu. Meðferðin gengur út á hreinsun líkamans og er unnin í samstarfi við lækna, hún hefur tryggt mörgum bót við margvíslegum kvillum. Þú ert það sem þú borðar á vel við í þessu samhengi.

Þreytt að synda mót straumi
„Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikilvægt það er að borða hreina fæðu og huga vel að því sem við setjum ofan í okkur og börnin okkar. Tengsl ýmissa líkamlegra kvilla og veikinda og þeirrar fæðu sem við neytum er löngu orðin þekkt. Við þurfum almennt að neyta meira af Omega-3 sýrum og flókinna kolvetna, fiskneysla hefur dregist saman sem er miður því hún er svo mikilvæg.“

33. tbl. 2015, barátta, ferðalag, Jónína Ben, pakka, Pólland, Séð & Heyrt, Skúli, sumarbústaður, Viðtal, SH1508203146

ÞAÐ ÞARF TVO Í TANGÓ: Gunnar og Jónína stíga lífsins dans saman, þau eru saman í takt þrátt fyrir að vera ólík.

Jónína var orðin þreytt á synda á móti straumnum og fagnar því að æ fleiri séu farnir að sjá hversu sterk tengsl eru á milli heilsu og mataræðis. Hún gleðst yfir þeirri vitundarvakningu sem virðist eiga sér stað um mikilvægi hreinsunar og heilbrigði þarmaflórunnar.

„Það er auðvitað alveg galið að halda því fram að það sem við setjum ofan í okkur hafi ekki áhrif á skrokkinn og sálina. Íslenskir læknar eru farnir að senda sjúklinga í meðferð til mín, það gleður mig því ég finn að ég hef ekki bara kvakað upp í vindinn heldur er það sem ég er að predika náð eyrum fólks og fagstétta.“

Grét í marga mánuði
„Þrátt fyrir mótvind þá er svo margt gott að gerast í lífi okkar Gunnars, eða eins og hann myndi orða það: „Við höfum fengið guðsblessun.“ Ég er sæl í dag, ég man að þegar ég missti aleiguna árið 2001 þá grét ég marga mánuði, drekkti mér í sjálfsvorkunn. Ég hafði mestar áhyggjur af því að ég yrði svo fátæk að ég kæmist aldrei aftur til útlanda og að ég gæti ekki heimsótt vinkonu mína sem bjó við fallegt vatn í Kanada, en hvar er ég í dag, einmitt að vinna erlendis við fallegt vatn. Það getur allt snúist við í þessu lífi. En þetta er líka detoxið, maður fær svo mikla orku eftir hreinsunina og þá er nægur kraftur eftir til að koma góðum hlutum í verk.“

Hann er Rússland, ég er Kína
„Þegar fólk eins og við Gunnar mætumst þá gengur á ýmsu. Við erum bæði sterkir karakterar, „Hún er Kína, ég er Rússland“, gellur í Gunnar þar sem hann situr við morgunkaffið. „En við höfum nú ýmsa fjöruna sopið og enn erum við standandi þrátt fyrir ágang og fárviðri á köflum.“

Hjónin eru samhent og áorka miklu þegar þau leggja saman í pottinn og það er alltaf stutt í húmorinn.

„Maður kemst léttar í gegnum lífið ef maður er með húmorinn í lagi, það er engin ástæða til þess að fara fýldur í gegnum lífsgönguna,“ segir Jónína Benediktsdóttir sem er full af orku og krafti og kemur sér áfram í lífinu með bros á vör og keppnisskap í farteskinu.

Related Posts