Lína Rut Wilberg (48) á skemmtilegum tímamótum:

Margir kannast við listakonuna Línu Rut og verkin hennar. Hún hefur fyrir löngu getið sér gott orð með málverkum sínum og skemmtilegum styttum sem hún kallar „kríli“. Framundan er skemmtileg áskorun í nýju hlutverki.

Spennt „Elsta dóttir mín, Kamilla, á von á sér í mars, þetta er fyrsta barnabarnið og ég er alveg að deyja úr spenningi. Það kom mér á óvart hvað ég hlakka mikið til. Ég er samt ekki týpísk amma, hef ekkert verið að prjóna.
Það er ekki mín sterkasta hlið,“ segir Lína Rut sem er vön af hafa mörg járn í eldinum og mun ekki setjast í helgan stein þrátt fyrir ömmutitilinn.
„Það er brjálað að gera hjá mér, krílin mín renna út eins og heitar lummur og ég gæti alveg verið bara í þeim en málverkið kallar og því er ég farin á kaf í það aftur. Ég er alltaf að gera eitthvað spennandi, ég er líka að vinna í nýrri barnabók, gera fleiri ævintýri um Núa og Níu, og svo er ég líka að opna nýja vinnustofu í Hafnarfirði. Ég verð áfram með vinnustofu heima í Keflavík en það er spennandi að vera á fleiri stöðum.“
Nýja vinnustofa Línu Rutar í Hafnarfirði er til húsa þar sem áður var þekktasta rakarastofa bæjarins, hjá honum Halla. Þar mun Lína Rut klippa út sínar hugmyndir og framleiða auk þess sem hún á örugglega eftir að setja svip sinn á bæjarbraginn eins og hún gerir hvar sem hún fer.

línarut málverk

KRÚTTULEG KRÍLI: Krílin njóta vinsælda, enda mikil krútt.

 

linarut3

ÚTRÁS Í HAFNARFJÖRÐ: Nýja vinnustofan hennar Línu er í Hafnarfirði, þar sem Halli rakari var til húsa um árabil.

 

Sjóðheitt, nýtt Séð og Heyrt á leiðinni.

Related Posts