Guðmundur Karl Brynjarsson (50) kíkti á tónleika:

Það var slegið fast á húðirnar og allt gefið í botn í kjallara Hard Rock Café þar sem riddarar pönkmenningarinnar komu saman til að fagna fullveldisdeginum. Það var þétt stemning og allt á fullu gasi. Það voru ekki reiðir ungir menn sem stigu á svið heldur menn á besta aldri sem gáfu ekkert eftir á sviðinu og voru jafnvel kraftmeiri en á síðustu öld. Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju, kíkti á pönktónleika.

PRESTAPÖNK: Séra Guðmundur Karl Brynjólfsson skemmti sér frábærlega á pönktónleikum þar sem hetjur fortíðar sýndu og sönnuðu að þær hefðu engu gleymt.

PRESTAPÖNK: Séra Guðmundur Karl Brynjólfsson skemmti sér frábærlega á pönktónleikum þar sem hetjur fortíðar sýndu og sönnuðu að þær hefðu engu gleymt.

Alltaf töff ,,Ég var á sínum tíma í hljómsveit í Keflavík sem hét Vébandið. Við fíluðum allar þessar hljómsveitir, Jonee Jonee var í sérstöku uppáhaldi og það var frábært að heyra í þeim. Þeir voru þéttir og hafa greinilega engu gleymt. Fræbblarnir stóðu sig eins og hetjur og Tapparnir voru geggjaðir. Þetta voru frábæri tónleikar og komu vel á óvart,” segir tónlistáráhugamaðurinn Guðmundur Karl Brynjarsson.

Jólahátíðin er fram undan og það er annasamasti tími ársins hjá prestum. Í Lindakirkju er heilmikið tónlistarstarf og fram undan er sannkölluð tónlistarveilsa í kirkjunni, ekki kannski pönk en það verður gefið þegar að við á.

,,Það er enn smápönk í prestinum, ég varð fimmtugur í sumar og þá töldum við í, í Vébandinu, við erum nú bara tveir á lífi. Veislugestirnir okkar voru mjög ánægðir og hvöttu okkur til útgáfu, við skoðum það, það er aldrei að vita. Nú er það jólaundirbúningurinn sem er í forgangi. Söngkonan Regína Ósk starfar með okkur í barnastarfinu og við erum að skipuleggja barnajólatónleika og margt margt fleira,” segir Guðmundur Karl sem er bæði prestur og enn þá pinkupönk.

EYÞÓR

TAPPAR: Strákarnir í Tappa tíkarass spiluðu síðast sem hljómsveit árið 1985. Eyjólfur, Jakob og Eyþór hafa sko engu gleymt.

SH-img_9276

ÞÉTTIR: Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari er sko með riffið á hreinu.

EYÞÓR

BESTUR Á BASSA: Jakob Magnússon bassaleikari þykir með þeim betri, hann leikur með fjölmörgum tónlistarmönnum, meðal annars John Grant.

EYÞÓR

FRUMTAPPI: Eyþór Arnalds var upphaflega söngvari hljómsveitarinnar Tappi tíkarrass. Síðar kom Björk Guðmundsdóttir inn í bandið og hennar sögu þekkja allir. Eyþór hefur engu gleymt og sjaldan verið betri.

EYÞÓR

UNA ROKKI: Heiða og Kolla létu góða tónleika ekki fram hjá sér fara.

EYÞÓR

ROKK Í REYKJAVÍK: Útvarpsmaðurinn og gítarleikarinn Frosti heilsaði upp á Eyþór Arnalds sem átti stórleik um kvöldið.

EYÞÓR

VORU SÍÐAST Í SAFARÍ: Hljómsveitin spilaði síðast í Safarí árið 1985.

EYÞÓR

PAPA PÖNK: Fulltrúar sinnar kynslóðar, Dr. Gunni og Eyþór rifjuðu upp gamla tíma.

 

ÿØÿáM8Exif

RITSTJÓRINN: Bjarni Brynjólfsson, fyrrum ritstjóri Séð og Heyrt, tók púlsinn á stuðinu og spjallaði við gesti.

EYÞÓR

TÓNLEIKAR: Þrátt fyrir gráma í vöngum þá kunna menn að skemmta sér. „Óvænt og frábær skemmtun“ höfðu menn á orði.

EYÞÓR

Séð og Heyrt hlustar á pönk.

 

Related Posts