Leikstjórinn Guðjón Pedersen (57) er í nýju hlutverki á öðru sviði:

Hann er þekktur sem einn helsti leiklistarfrömuður þjóðarinnar en í dag er Guðjón Pedersen í hlutverki matreiðslumanns, ekki á leiksviði heldur starfar hann sem kokkur á veitingahúsinu Apótekinu. Þar mundar hann potta og pönnur af mikilli snilld og nýtur hverrar stundar „á bak við“ eldavélina.
Matarlist „Eldamennskan hefur verið áhugamál lengi, ég nýt þess að elda, ég gef mér langan tíma í það. Í hvert sinn sem ég elda hefst nýtt ævintýri sem ég skapa með þeim hráefnum sem ég er með hverju sinni. Ég hef verið áhugakokkur í 35 ár og jafnlengi starfað við leiklistina, nú er þessu öfugt farið, ég starfa sem kokkur og leiklistin er hobbí,“ segir Guðjón sem oftast er kallaður Gíó.

kokkur

TEKUR SIG VEL ÚT: Guðjón er sæll í starfi sínu sem kokkur á Apótekinu.

Það þarf kjark til að skipta um starfsvettvang á besta aldri og venda kvæði sínu í kross. Guðjón hefur lengi verið viðloðandi leiklistarlífið á Íslandi og var um árabil leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Allt gerist í núinu
„Það er enginn munur á því að starfa í leikhúsi eða eldhúsi, dagurinn fer í undirbúning líkt og megnið af tímanum í leikhúsinu fer í æfingar og þegar kemur að sýningu þá er ekki aftur snúið. Maturinn klár eða leikarar á svið. Allt gerist í núinu, það verður ekki spólað til baka ef eitthvað klikkar. Þegar ég var á kafi í leiklistinni nýtti ég eldamennskuna sem hugleiðslu og vatt ofan af mér yfir pottunum. Hér á Apótekinu ríkir skemmtilegt andrúmsloft, hér er ég óbreyttur og auðmjúkur leikari, yfirkokkurinn er leikstjórinn. Ég læt vel að stjórn, ég veit hvað þarf til að gera leikstjóra ánægða.“

kokkur

LISTAHJÓN: Guðjón var leikhússtjóri Borgarleikhússins í nokkur ár á sama tíma var eiginkona hans, Katrín Hall, hæstráðandi Íslenska dansflokksins.

Ferðast með nefinu
„Ég þefa uppi krydd- og matarmarkaði þegar ég ferðast erlendis, nýt þess að dvelja lengi á mörkuðum, sérstaklega í Barcelona, þar get ég verið klukkustundum saman. Það er ekkert mál að elda hvað sem er ef maður setur ást í það. Það er besta kryddið, jú og hvítlaukur, hann er nánast ómissandi. Sjálfur elda ég oft heima, þá sérstaklega vel kryddaðan mat í indverskum og asískum stíl. Ég tel mig vera góðan kokk, fyrst þegar ég var að byrja þá var ég viðkvæmur fyrir því ef einhverjum líkaði ekki maturinn en síðar áttaði ég mig á því að kröfur viðskiptavina eru misjafnar og kannski er maturinn minn ekki vondur heldur væntingar viðskiptavinanna misjafnar. Líkt og í leikhúsinu þá er ekki hægt að gera öllum til hæfis, en maður reynir,“ segir Gíó og snýr sér að pottunum.

KOKKUR

ALLUR MATUR GÓÐUR: Hráefnið tekur mann í ferðalag, matargerð er skapandi og róandi fyrir hugann.

Séð og Heyrt – alltaf eitthvað nýtt í hverri viku!

Related Posts