Þeir bræður Liam og Noel Gallagher hafa náð sáttum eftir áralanga kergju:

Endurkoma bresku hljómsveitarinnar Oasis er framundan og reiknað er með að fyrrum meðlimir hennar stigi saman á stokk á næsta ári. Liam Gallagher var einn þeirra sem stofnuðu Oasis árið 1991 og 1995 gekk bróðir hans Noel í sveitina. Hinsvegar urðu miklar deilur milli þeirra bræðra þess valdandi að Oasis lagði upp laupana árið 2009 eftir mjög farsælan feril.

Í frétt um málið á vefsíðu Daily Mirror segir að þeir bræður hafi nú náð sáttum að fullu og hafa ákveðið að blása lífi í Oasis. Þeir hafi þegar haft samband við aðra í hljómsveitinni og kynnt þeim áform sínum um að spila saman á næsta ári. Það gæti þó orðið fyrr því freistandi tilboð frá Glastonbury tónlistarhátíðarinnar í sumar gæti fengið þá strax á sviðið.

Oasis var með þekktari hljómsveitum í Bretlandi á sínum tíma. Margar hljómsveitir hafa síðan sagt opinberlega að Oasis hafi haft mikil áhrif á þeirra tónlist. Oasis vann til fjölda tónlistarverðlauna meðan hún lifði. Átta plötur Oasis fóru á toppinn á breska vinsældarlistanum og sami fjöldi af smáskífum náði toppinum á þeim lista. Þá var Oasis skráð í heimsmetabók Guinness árið 2010 fyrir að hafa lengst allra, sem hljómsveit,  átt plötu á Topp 10 listanum í Bretlandi.

Related Posts