Engilbert Jenssen (74) skemmti sér í Cadillac-klúbbnum:

Stórsöngvarinn Engilbert Jenssen var meðal gesta í hófi Cadillac-klúbbsins sem nýverið var haldið í húskynnum hans í Skeifunni. Engilbert er goðsögn í íslenskri rokksögu og söng með Hljómum í árdaga popptónlistar á Íslandi. Helsti styrkleikur Engilberts var rómantískar ballöður og í meðferð hans urðu lög eins og Þú og ég, og Bláu augun þín, ódauðleg.

Engilberts hefur verið sárt saknað úr poppheiminum síðustu árin en hann hefur átt við heilsubrest að stríða. Draumur margra væri að fá að sjá endurkomu Engilberts á sviði Hörpu  á 75 ára afmæli hans á næsta ári en margir jafnaldra hans hafa verið duglegir við að koma fram þar og dusta rykið af gömlu góðu lögunum síðustu misseri.

ÿØÿà

TÖFF TRÍÓ: Þeir Þorleifur Guðjónsson bassaleikari og Bergþór Morthens gítarleikari fengu mynd af sér með Engilbert.

Lesið meira um Cadillac-klúbbinn í nýjasta Séð og Heyrt!

 

Related Posts