Einar Bárðarson (43) hjólar eins og hann eigi líf sitt að leysa:

Einar Bárðar, umboðsmaður Íslands, setur hvert personulega metið á fætur öðru í leik og starfi. Nú er hann staddu á Tenerife en er ekki að þamba bjór og flatmaga í sólinni líkt og flestir Íslendingar gera. Þess í stað leggur Einar stund á hjólreiðar og er alltaf að ögra sjálfum sér.

„Það var eðlilega nokkuð létt yfir okkur Kristjáni Helgasyni ferðafélagi mínum hér í dag þegar við rúlluðum okkur yfir 100 kílómetra markið,“ segir hann. „Markmið sem ég hef lengi ætlað mér að klára á einum degi á hjóli – það tókst ! Endorfínið flæðir nú útum eyrun á mér ! Gaman,“ segir Einar himinlifandi með árangurinn.

Einar bárðarson

STOLTUR: Einar hefur löngum átt í harðvítugri baráttu við fitupúkann en hann gefst aldrei upp og hjólaði 100km með Kristjáni félaga sínum á Tenerife.

 

einar barðar

ENDORFÍN: Einar fylltist sælutilfinningu að lokinni hjólaferðinni og sagði endórfínið hafa flætt út úr eyrunum á sér.

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts