EM-maðurinn heldur áfram að spá í EM:

Til að byrja með skulum við hætta þessari vitleysu, það er fáránlegt að lemja annað fólk. Sérstaklega útaf fótboltaleikjum. Þetta hefur verið ljótur blettur á EM.

Í öðru lagi er rétt að benda á að EM-maðurinn var úrslit allra fyrstu fjögra leikjanna rétt svo það er engin ástæða til að búast við öðru fyrir leik dagsins.

Tyrkland – Króatía

EM-maðurinn fílar þessi lið ekkert sérstaklega eftir að Hakan Sukur og Davor Suker hættu. Þessi leikur mun enda 1-1

Norður-Írland – Pólland

EM-maðurinn veit betur en að spá Norður-Írlandi góðu gengi. Pólverjar vinna þetta 1-0 og verða með boltann 60% leiksins.

Þýskaland – Úkraína

Fjörugur leikur þar sem markmaður Úkraínu fær rautt spjald. EM-maðurinn spáir Þýskalandi 2-0 sigri.

SH1606029344-1

EM-MAÐURINN: HEFUR ALLTAF RÉTT FYRIR SÉR

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts