Hefur ekki komið fram í Tívolí í vel yfir 30 ár:

Breski söngvarinn Elton John mun halda tónleika undir opnum himni í Tívolí í Kaupmannahöfn í sumar, nánar tiltekið þann 6. júlí. Fyrirkomulagið gerir það að verkum að allir gestir Tívolí geta hlustað á Elton John úr fjarlægð en selt verður inn á sjálft tónleikasvæðið.

Elton John hélst síðast tónleika í Danmörku í fyrra. Þeir fóru fram í Forum í Kaupmannahöfn og var uppselt á þá. Bæði tónleikagestir og gagnrýnendur voru mjög hrifnir af þeim tónleikum.

Elton John hefur hinsvegar ekki haldið tónleika í Tívolí síðan á áttunda áratug síðustu aldar eða fyrir vel yfir 30 árum síðan.

Related Posts