Hér má lesa um nokkra einstaklinga sem heimurinn hefur elskað, virt og dáð en voru kannski ekki alveg jafndásamlegir og við héldum.

 

Elskuð og dáð Einstein, Crosby, Blyton, Berry, Crawford, Cosby, Dr Who

REGLUSAMUR: Einstein lét eiginkonu sína fá lista yfir reglur.

Reglur Einsteins

Albert Einstein lét eiginkonu sína, Milevu Maric, fá lista yfir eftirfarandi reglur sem hún átti að fara eftir til að hjónabandið héldi (sem það gerði ekki).

 

Þú átt að sjá til þess að:

– að fötin mín og þvotturinn sé í góðu lagi

– að ég fái þrjár máltíðir á dag í herbergið mitt

– að svefnherbergi mitt og skrifstofa séu alltaf hrein og að ég einn hafi aðgang að skrifborði mínu

Þú átt að afsala þér öllum samskiptum við mig að því leyti sem þau eru ekki yfirmáta nauðsynleg félagslega. Þú skalt ekki búast við:

– að ég sitji heima með þér

– að ég fari í ferðalög með þér

Þú átt að hlýða eftirfarandi í sambandi okkar:

– ekki búast við nánd af minni hálfu og ég frábið mér allar ávítur

– hættu að tala við mig ef ég fer fram á það

– þú yfirgefur herbergi mitt eða skrifstofu tafarlaust og án mótmæla ef ég segi þér að gera það

Skylda þín er að gera aldrei lítið úr mér að börnum okkar ásjáandi, hvorki í orðum né látbragði.

Elskuð og dáð Einstein, Crosby, Blyton, Berry, Crawford, Cosby, Dr Who

UMDEILT: Bill Cosby féll með ljóshraða niður stallinn á síðasta ári

 

Óvænt hrap

Bill Cosby féll með ljóshraða niður stallinn á síðasta ári þegar upp komst að hann hefur í gegnum tíðina stundað að byrla konum nauðgunarlyf og eiga við þær mök án samþykkis þeirra. Hann hafði áunnið sér mikla frægð og vinsældir fyrir leik sinn í vinsælu fjölskylduþáttunum Fyrirmyndarfaðir sem voru meðal annars sýndir hér á landi á laugardagskvöldum.

 

Besti vinur barnanna

Enid Blyton var dáð af börnum um allan heim fyrir bækur sínar. Dætur hennar dáðu hana þó ekki, heldur óttuðust hana. Imogen, önnur dóttir Enidar sagði: „Sannleikurinn um Enid Blyton er sá að hún var hrokafull, óörugg, mikillát, var snjöll að segja eitthvað ljótt og særandi og hafði ekki snefil af móðureðli. Sem barn sá ég hana sem strangt yfirvald, sem fullorðin manneskja aumkaði ég hana.“ Enid fór afar illa með fyrri eiginmann sinn, kom í veg fyrir að hann fengi að hitta dætur þeirra eftir skilnaðinn þrátt fyrir loforð um annað og eyðilagði að auki alla atvinnumöguleika hans.

Elskuð og dáð Einstein, Crosby, Blyton, Berry, Crawford, Cosby, Dr Who

HRÆÐILEGT: Bing Crosby beitti syni sína andlegu og líkamlegu ofbeldi.

 

Elsku pabbi

Bing Crosby var afar vinsæll söngvari og leikari en hann beitti syni sína fjóra, Gary, Lindsay, Dennis og Phillip, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann var kaldur, fjarlægur og mjög strangur. Ef þeim varð á barði hann þá til óbóta og þess á milli kallaði hann þá heimska bjána sem ekkert yrði úr. Bing tók synina iðulega með sér á búgarð sinn í Nevada og lét þá þræla þar yfir jólin. Elsti sonurinn, Gary, skrifaði bókina Going my way (1983), þar sem hann fer ófögrum orðum um föður sinn. Ofbeldið hafði sýnu verst áhrif á synina Lindsay og Dennis sem báðir sviptu sig lífi eftir að hafa lengi glímt við afleiðingarnar uppeldisins.

 

 … og elsku mamma

Leikkonan Joan Crawford reyndist vera sérlega slæm og ofbeldisfull móðir, drykkfelld ogmeð hreinlætisæði á háu stigi, ef marka má orð dóttur hennar, Christinu Crawford. Christina sendi frá sér bókina Elsku mamma (Mommy Dearest) árið 1978, þar sem hún lýsir martraðarkenndri æsku sinni. Leikkonan naut mikilla vinsælda og þótti einstök móðir áður en sannleikurinn kom í ljós.

 

Elskuð og dáð Einstein, Crosby, Blyton, Berry, Crawford, Cosby, Dr Who

TRUFLAÐUR TOM: Tom Baker reyndi að myrða tengdamömmu sína

Doktor hvað?

Tom Baker yfirgaf konu sína og börn þegar hann var 31 árs til að helga sig leiklistinni. Hann hafði þá fengið taugaáfall og reynt að myrða tengdamóður sína með garðverkfæri. Níu árum síðar varð hann fjórði leikarinn til að leika Doktor Who og er elskaðasti leikarinn í sögu fjölskyldusjónvarps í Bretlandi.

 

Rokkgægir

Chuck Berry er af mörgum kallaður faðir rokksins. Ekki vita allir að árið 1944 var hann handtekinn fyrir vopnað rán og sat inni í þrjú ár. Árið 1961 fékk hann tuttugu mánaða dóm fyrir samræði við 14 ára stúlku. Árið 1990 viðurkenndi hann að hafa komið fyrir földum myndavélum á kvennasalerni á veitingastað sínum. Hann gerði dómsátt upp á 1,3 milljónir dollara vegna málsins.

 

Related Posts