Költmyndastjarnan Greg Sestero var viðstaddur á sérstakri sýningu í Bíó Paradís á kvikmyndinni The Room en hann fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni. The Room öðlaðist frægð fyrir það að vera ein allra slakasta mynd sem framleidd hefur verið.

Költ „Þetta var alveg frábært kvöld, eitthvert skemmtilegasta kvöld sem ég hef upplifað lengi,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason.

„Það myndast frábær stemning á þessum sýningum enda allir sammála um að hérna sé á ferðinni versta mynd sem hefur verið framleidd en það er það sem gerir hana svo ótrúlega. Ég sjálfur er gríðarlegur aðdáandi myndarinnar.“

The Room

GÓÐIR: Óli Dóri, rekstarstjóri Bíó Paradísar, Greg Sestero, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í myndinni, og Björgvin Franz Gíslason voru ánægðir með kvöldið en Óli Dóri heldur á frumriti handritsins og samræðurnar í þessu handriti eru verri en þær sem komust í myndina, þótt ótrúlegt sé.

Séð og Heyrt fílar verstu mynd allra tíma.

Related Posts