Friðgeir Trausti Helgason (49) er frábær ljósmyndari og kokkur:

Friðgeir opnar ljósmyndasýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag í tilefni Ljósmyndahátíðar Íslands sem stendur til 17. janúar. Friðgeir kom fram á sjónarsviðið sem frábær ljósmyndari fyrir nokkrum árum og myndir hans hafa vakið mikla athygli.

Friðgeir hefur búið í Bandaríkjunum um árabil og var illa farinn af áfengis og fíkniefnaneyslu þegar honum tókst að snúa við blaðinu. Þá var hann kominn á götuna í Los Angeles og var heppinn að sleppa lifandi frá skotárás í New Orleans. Myndirnar á sýningu Friðgeirs eru teknar í Bandaríkjunum og Íslandi en Friðgeir hefur m.a. myndað afa sinn og ömmu. Þau hafa reynst listamanninum einstaklega vel og staðið þétt við bak hans í gegnum súrt og sætt.

fri

FLOTT MÁLTÍÐ: Friðgeir eldaði jólamat fyrir afa sinn og ömmu í Orrahólum en afi hans er 93 ára og amma hans 89 ára.

fri2

FRAM VEGINN: Friðgeir og Birgitta Jónsdóttir alþingiskona eru góðir vinir og hér líta þau fram veginn á nýju ári.

fri5

MEÐ MÖMMU: Stella, mamma Friðgeirs, hefur getið sér gott orð sem fatahönnuður í Los Angeles.

 

Lesið Séð og Heyrt daglega!

Related Posts