Laufey Karitas Einarsdóttir (33) móðir Silvönu Óskar Jónasdóttur (13):

Laufey Karitas Einarsdóttir og Silvana Ósk Jónasdóttir eru sannkallaðar dansmæðgur. Laufey náði góðum árangri í samkvæmisdönsum á sínum tíma og dóttir hennar er ein sú efnilegasta hér á landi. Þrátt fyrir góðan árangur Laufeyjar setur hún enga pressu á dóttur sína en Silvana elskar að dansa og þá er gott að eiga móður sem kann alla réttu taktana.

STOLT: Laufey Karitas er stolt móðir og styður dóttur sína í dansinum.

STOLT: Laufey Karitas er stolt móðir og styður dóttur sína í dansinum.

Dans „Við erum einmitt erlendis í keppnisferð. Það er alþjóðlegt mót hérna í Blackpool í Englandi og Silvana er búin að dansa alla vikuna. Hún er á fyrsta ári í 12-16 ára flokki þannig að þetta er svolítill slagur, þau eru svona með þeim yngstu og minnstu en eru búin að standa sig frábærlega,“ segir Laufey.

„Hún hefur verið fimm ára þegar hún byrjaði að dansa. Það voru nú bara svona barnadansar, engin alvara en byrjaði þá. Þetta eru sömu dansar og ég dansaði, ballroom og suðuramerískir dansar. Þetta hefur lítið breyst með árunum það eru mismunandi tískustraumar í gangi hverju sinni.“

 

Mamma leiðbeinir

Silvana Ósk býr vel að eiga móður sem þekkir vel til  samkvæmisdansa og því augljóst að spyrja hvort danshæfileikar séu genatengdir.

„Já, þetta er eflaust í blóðinu hjá henni. Hún hefur mikla náttúrulega hæfileika í dansi. Danslega séð er þetta mjög auðvelt fyrir hana en það er aðallega keppniskapið sem þarf að þjálfa í henni. Ég reyni eftir fremsta megni að leiðbeina henni en það er svolítið erfitt að vera móðir í þessu. Ég þarf að halda aftur af mér og læt þjálfarann að mestu um að þjálfa hana. Ég er ekkert að þjálfa hana, sýni henni bara allan minn stuðning og er til staðar fyrir hana.“

GLÆSILEG: Silvana Ósk hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu ár og er komin í hóp með efnilegustu dönsurum landsins.

GLÆSILEG: Silvana Ósk hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu ár og er komin í hóp með efnilegustu dönsurum landsins.

Það liggur beinast við að spyrja hvort Silvana finni fyrir mikilli pressu að ná jafngóðum árangri og móðir hennar.

„Ég get nú ekki svarað fyrir hana en ég held ekki að hún finni pressu frá mér. Eina ástæðan fyrir því að hún byrjaði í dansi er bara af því að hana langaði að dansa. Ég var sjálf að kenna þannig að hún byrjaði bara að dansa í tímum með mér. Ég set enga pressu á hana í dansinum því þetta er harður heimur. Það er mikið dæmt í þessu sporti og stundum væri kannski betra ef hún væri bara í badminton,“ segir Laufey og hlær.

 

Gaman að dansa

Silvana Ósk og Atli Þór eru eitt af efnilegustu danspörum landsins. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau náð góðum árangri en fyrst og fremst dansa þau því þeim finnst það skemmtilegt.

„Silvana og Atli eru með þeim efnilegri í sínum flokki. Atli er í raun að dansa tveimur árum fyrir ofan sig, hann er gríðarlega duglegur. Þau eru tilturlega nýtt par, hafa ekki dansað saman í meira en ár en þau passa mjög vel saman.  Við höfum lítið talað um einhver langtíma markmið, þau bara elska að dansa og eru alveg svakalega gott teymi. Þrátt fyrir aldurmuninn á þeim þá líta þau á hvort annað sem systkini. Það eina sem kemst að hjá þeim er dansinn því það er það sem þau elska að gera.“

ELSKA DANS: Silvana og Atli Þór passa fullkomlega saman og hafa staðið sig virkilega vel í dansinum.

ELSKA DANS: Silvana og Atli Þór passa fullkomlega saman og hafa staðið sig virkilega vel í dansinum.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts