Bergþór Pálsson 58) og Albert Eiríksson (49) eru samstíga:

Þegar Bergþór og Albert eru spurðir hvað þeir ætli að gefa hvor öðrum í jólagjöf er svarið næstum það sama.

Albert segir:

Það er ný eldavél, það er nefnilega þannig að eldavélin okkar er 75 ára gömul. Við búum í húsinu þar sem sælgætisgerðin Freyja var og á þeim tíma var þessi eldavél flutt inn frá Bandaríkjunum. Hún svínvirkar en er aðeins farin að lýjast. Ætli draumajólagjöfin sé ekki ný eldavél.

Og Bergþór:

Það er nú spurning. Ég hugsa nú yfirleitt aldrei hvað mig langar í frá honum, ég held ég væri mest til í nokkur faðmlög, kaffi í rúmið og nokkrar smákökur. Við vorum reyndar búnir að tala um að fá okkur nýja eldavél þar sem sú sem við eigum núna er orðin heldur gömul, þetta yrði svona sameiginleg jólagjöf.

Jólagjafir fyrir maka í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts