María Baldursdóttir (67), ekkja Rúnars Júlíussonar:

Líf söngkonunnar og fegurðardísarinnar Maríu Baldursdóttur heldur áfram en nú eru sex ár síðan hún missti lífsförunaut sinn og eiginmann, stórstjörnuna Rúnar Júlíusson.

Vinir „Ég á vini og hann er einn af þeim,“ segir María um Skafta Þórisson, fyrrum útgerðarmann á Suðurnesjum, en hann verður ferðafélagi hennar til Kanaríeyja þar sem þau ætla að dveljast í tvær vikur.

maria

KÓNGURINN: Rúnar Júlíusson var goðsögn í lifanda lífi.

María vill ekki kalla Skafta kærasta sinn þó að hann sé það kannski en þau hafa þekkst næstum allt lífið, enda bæði uppalin í Keflavík og eru þar enn. Skafti Þórisson er sjötugur og þar með þremur árum eldri en María.

„Við höfum verið í vinasambandi í rúmt ár og ég held að allir taki því vel. Skafti er ekkjumaður; konan hans var jafngömul Rúnari,“ segir María sem fylgdi Rúnari, eiginmanni sínum, í gegnum lífið allt frá táningsárum og þar til hann lést fyrir aldur fram 2008 og var öllum harmdauði.

María og Rúnar voru glæsilegasta par sem fram hafði komið á Íslandi þegar þau byrjuðu að vera saman, hún fegurðardrottning og söngkona og hann átrúnaðargoð allra ungra manna sem bassaleikari Hljóma og landsliðsmaður í knattspyrnu.

„Lífið verður að halda áfram,“ segir María glöð í bragði og pakkar niður fyrir Kanaríferðina með Skafta.

runar

FEGURÐARDROTTNINGIN: María Baldursdóttir bar af keppinautum sínum þegar hún var krýnd ungfrú Ísland 1969. „Ég var sú eina sem átti barn,“ segir hún.

Nýtt Séð og Heyrt handan hornsins.

 

 

 

Related Posts