Anna Hathawhath2ay ( 31 ) hefur fengið að heyra það oftar en einu sinni frá leikstjórum í Hollywood að hún sé ekki nógu sexí fyrir hlutverkin þar. Þetta segir Anna í nýju viðtali við Harpers Bazaar.

“ Þó svo að ég hafi náð góðum árangri þá hefur sá árangur ekki komið af sjálfu sér. Margir leikstjórar hafa sagt við  mig að ég sé ekki svona og svona og geti því ekki leikið hin ýmsu hlutverk. Ég hef ekki tölu yfir þau skipti sem mér er sagt að ég sé ekki nógu sexí “ segir Anna Hathaway ennfremur.Nú er Anna komin með hlutverk í myndinni „Interstellar“ sem er með sama leikstjóra og myndin „The Dark Knight Rises“. Hún er mjög þakklát fyrir það.  “ Þegar það var gert opinbert að ég ætti að leika í myndinni „Interstellar“ þá byrjaði síminn sem betur fer að hringja aftur“ segir Anna.

Howard Stern hefur gagnrýnt Önnu Hathaway fyrir það að vera alltaf í hlutverki, jafnvel þegar hún tekur á móti verðlaunum. Allt sem hún segi sé eins og eftir handriti.hath1hath1

 

Related Posts