Edda

SAFNARINN: Egill Helgason er öllu vanur þegar Eddan er annars vegar en hann hefur í gegnum árin safnað Eddustyttum. Hann mætti með eiginkonu sinni, Sigurveigu Káradóttur, á hátíðina og þau fóru síðan út að borða.

Egill Helgason (55) sótti níundu Edduna:

Egill Helgason er fastagestur á Edduhátíðinni enda fer hann sjaldan tómhentur þaðan og að þessu sinni tók hann við sinni níundu Eddustyttu, fyrir þátt sinn um Vesturfarana sem var valinn menningarþáttur ársins. Hann skemmti sér vel en lét fjörug eftirpartíin eiga sig.

Sigursæll „Þetta var ansi fín hátíð og Harpa er ágæt umgjörð utan um þetta,“ segir Egill sem er orðinn býsna rólegur og heimakær í seinni tíð. „Ég er ekki mikið partídýr núorðið þannig að við hópurinn sem stóðum að Vesturförum fórum saman að borða á Kopar, niðri við höfn, en mér skilst að sumir hafi verið í hörkupartíum á eftir, það var til dæmis partí í Bíó Paradís.“

Egill hefur verið með eindæmum sigursæll á Edduverðlaunahátíðunum og hefur hampað níu styttum í gegnum árin. „Stytturnar eru uppi á píanóinu í stofunni, þær eru orðnar níu sem ég hef unnið, en þessi síðasta verður varðveitt af Ragnheiði Thorsteinsson, samstarfskonu minni, á heimili hennar í Garðabæ.“

Glænýtt Séð og Heyrt kemur á sölustaði á morgun

 

Edda

REYNSLUBOLTAR: Elín Sveinsdóttir og Edda Andrésdóttir slógu á létta strengi. Báðar eru þær þrautreyndar í sjónvarpi en Elín brunar nú á stöðinni Hringbraut ásamt eiginmanni sínum, Sigmundi Erni Rúnarssyni, og Edda er einhver reyndasti fréttaþulur landsins.

Edda

MAGNAÐIR: Ingvar Þórðarson, annar framleiðenda Vonarstrætis, hafði ástæðu til að brosa breitt en myndin hirti tólf Eddur. Með honum er Gísli Gíslason, lögmaður og rafbílafrömuður.

Edda

GLÆSILEG: Kristín Lea, sem stóð sig með prýði í Vonarstræti, og Vigfús Þormar Gunnarsson.

SH-img_8238

„GRAND OLD MAN“: Bogi Ágústsson hefur verið á skjánum lengur en flestir. Hann var kátur á hátíðinni ásamt konu sinni, Jónínu Maríu Kristjánsdóttur.

Edda

FYNDNAR: Anna Lísa Wiium, sem reytir af sér brandarana í Hraðfréttum, hafði dóttur sína, Svövu Hrund Einarsdóttur, með sér á Edduna.

Edda

STEFSON: Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel var löðrandi í kynþokka með kærustunni, Ágústu Sveinsdóttur.

Edda

STJÖRNUHJÓN: Logi Bergmann Eiðsson og Svanhildur Hólm Valsdóttir létu sig ekki vanta.

Edda

SÖNGSTJARNAN: Elín Sif Halldórsdóttir, söngkonan unga sem gerði stormandi lukku í Söngvakeppninni, ásamt Helgu móður sinni og vinkonu.

MYNDIR: BJÖRN BLÖNDAL

Related Posts