Frönsk kvikmyndahátíð haldin í fimmtánda sinn:

 

Háskólabíó Háskólabíó

GLATT Á HJALLA: Bryndís Schram og Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur höfðu um margt að spjalla.

Háskólabíó Háskólabíó

MENNINGARLEG: Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram sýndu sig og sáu aðra.

Háskólabíó Háskólabíó

ÞINGMAÐURINN: Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, er alþjóðlegur í kvikmyndaáhorfi og lét sig ekki vanta.

Háskólabíó Háskólabíó

VIVE LA FRANCE: Frakkinn Gérard Lemarquis, sem hefur verið búsettur á Íslandi um áratugaskeið, var að sjálfsögðu mættur til leiks. Hér er hann eldhress með fulltrúa Alliance française.

Háskólabíó Háskólabíó

HEIÐURSGESTIRNIR: Noom Diawara og Medi Sadoun, tveir aðalleikaranna í opnunarmyndinni Ömurleg brúðkaup, voru viðstaddir frumsýninguna. Vel klæddir og við öllu búnir.

 

 

Allir í bíó Franska kvikmyndahátíðin hófst í Háskólabíói með frumsýningu myndarinnar Ömurleg brúðkaup sem hefur slegið í gegn víða. Aðalleikarar myndarinnar voru viðstaddir frumsýninguna og margt var um manninn. Myndirnar á hátíðinni eru hver annarri áhugaverðari en tíminn er naumur þar sem hátíðinni lýkur þann 2. febrúar.

Græna ljósið og Háskólabíó, Institut français og Alliance française í Reykjavík standa að hátíðinni ásamt franska sendiráðinu. „Hátíðin hefur sótt í sig veðrið með hverju árinu og það er mikil ánægja með hvernig hefur tekist til,“ segir Pálmi Jóhannesson,
upplýsingafulltrúi sendiráðsins.

„Hátíðin hefur þótt góður vettvangur til þess að kynna franska kvikmyndagerð fyrir Íslendingum,“ segir Pálmi og bætir við að á árum áður hafi franskar myndir ekki höfðað jafnsterk til almennings og í seinni tíð. „Áður var litið á franskar myndir sem eitthvað fyrir þröngan hóp, einhverja elítu, en það hefur breyst mjög.

Related Posts