Gunnar Sigurfinnsson (59) rifjar upp hremmingar:

Gunnar Sigurfinnsson var hætt kominn fyrir fjórtán árum síðan en þá var hann næstum drukknaður í Kleifarvatni. Gunnar var í viðtali hjá Séð og Heyrt á þeim tíma og ræddi um þessa lífsreynslu. Nú fjórtán árum síðar er hann aftur í viðtali og rifjar þennan afdrifaríka dag upp ásamt því að fara yfir bataferil sinn og adrenalínfíkn sína.

GÓÐUR: Gunnar er hér ásamt Elínu Agnarsdóttur sem er langt komin með að gera hann að göngugarpi.

GÓÐUR: Gunnar er hér ásamt Elínu Agnarsdóttur sem er langt komin með að gera hann að göngugarpi.

Óljóst „Það komu smátt og smátt meiri, betri og skýrari minningar sem tíndust saman. Fyrst mundi ég lítið eftir deginum nema þegar við lögðum af stað og ég var að ganga niður fjöruna en síðan hafa komið brot frá köfuninni sjálfri,“ segir Gunnar þegar hann rifjar upp hremmingarnar.

„Ég man eftir því þegar ég varð loftlaus og hugsaði: Nú er ég í djúpum skít. Þegar ég synti niður til Braga Reynissonar, sem var að leiðbeina okkur, og horfði á hann þá var allt svart í kring nema ljósin okkar, ég gaf honum merki og fékk varalungað hans. Þegar við lögðum af stað upp þá náði ég ekki að þrýstijafna mig og við skutumst saman upp eins og korktappi.

Á landleiðinni hætti líkaminn smátt að hlíða mér og ég dróst aftur úr. Síðan fékk ég öldu framan í mig saup vatn, fékk kuldatilfinningu um líkamann og man ekki meir.“

EINU SINNI VAR: Hér má sjá hluta af umfjöllun Séð og Heyrt fyrir 14 árum.

EINU SINNI VAR: Hér má sjá hluta af umfjöllun Séð og Heyrt fyrir 14 árum.

Eins og áhorfandi

„Það er skrítið með þessar minningar, það voru engar tilfinningar hjá mér, það er eins og ég hafi verið áhorfandi að þessu öllu saman. Það einhvern veginn skipti engu máli hvað geriðst, þetta bara gerðist. Það er erfitt að lýsa þessu. Fjölskyldan segir mér að þegar ég var vakinn upp á gjörgæslunni þá hafi ég skammast yfir því að hafa ekki upplifað neitt sérstakt,“ segir Gunnar og hlær.

„Ásgeir Már Ólafsson, sem var einnig að kafa með mér, byrjaði að synda til baka, þá var ég fljótandi, meðvitundarlaus og með andlitið í vatninu. Hann byrjaði að blása í mig lífi á vatninu og vann svo þrekvirki með því að synda með mig til baka á móti veðrinu. Hann var að örmagnaast sjálfur og sagði mér seinna að hann hafi hugsað á þeim tímapunkti að annað hvort yrði hann að láta mig fara eða við myndum báðir drukkna. Um leið og hann hugsaði þetta þá fann hann fyrir botninum.

Eftir að ég var farinn að anda sjálfur keyrði hann svo þrjá kílómetra til að finna símasamband. Hann bjargaði lífi mínu þennan dag, hann er hetjan mín.“

Lesið allt viðtalið í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts