Ósk Gunnarsdóttir ( 29) er ljósvakaskvísa:

Þær eru ófeimnar við að ræða hvað sem er vinkonurnar sem kalla sig Þrjár í fötu og eru með samnefndan útvarpsþátt á sunnudagskvöldum á FM 957 þar sem þær ræða mikilvæg og  minna mikilvæg málefni allt frá kjötfarsi til dildóa. Ósk Gunnarsdóttir og stöllur hennar  Þórunn Antonía og Sigrún Sigurðardóttir lofa góðri skemmtun á sunnudagskvöldum í vetur.

Klárar í slaginn „Þessi hugmynd hefur kraumað í svolítinn tíma, mig langaði að vera með þátt þar sem konur stjórna og ræða allt milli himins og jarðar en samt ekki bara fyrir konur eða um konur,“ segir Ósk Gunnarsdóttir sem verður við hljóðnemann á sunnudagskvöldum ásamt Þórunni og Sigrúnu.

Töluverð umræða hefur verið um að það halli á hlut kvenna í fjölmiðlum og að konur séu í minnihluta en stelpurnar á FM hafa aldeilis rétt hlut kynsystra sinna við en á stöðinni er jafnt hlutfalla kynja.

 „Við ætlum að tala um allt, ég stjórna umræðunni og verð á tökkunum, það er alveg nauðsynlegt til að við blöðrum nú ekki hver í kapp við aðra. Fyrsti þátturinn gekk alveg hreint glimrandi, fjölbreyttur og fyndinn. Í grunninn verðum við með ákveðinn ramma, við förum yfir fréttir vikunnar, gerum símaat og margt fleira. Við skiptum með okkur verkum. Margir hafa spurt okkur hvort við ætlum bara að tala um eitthvað sem tengist konum og er fyrir konur en svo er aldeilis ekki, við munum ræða um allt. Við verðum duglegar að fá fagaðila til að ræða um mál sem við kunnum ekki skila á því þó að við séum klárar þá kunnum við ekki allt.“

SH1609302714-2

STELPUR ROKKA: „Við verðum Þrjár í fötu á sunnudögum í vetur. Þórunn Antonía og Sigrún hans Steinda jr. verða með mér. Ég bendi fólki á að Steindi jr. þarf að hafa sig allan við til að ná konu sinni í fyndni en hún á eftir að koma hlustendum mjög á óvart.“

 

 Þátturinn Þrjár í fötu er á dagskrá á sunnudagskvöldum. „Okkar markmið er að tengjast hlustendum, við verðum virkar á samfélagsmiðlum í útsendingu og viljum endilega heyra frá hlustendum. Við ætlum að tala um allt, ekki bara pjölluprump og túrtappa og mataruppskriftir. Okkur er ekkert óviðkomandi en svo erum við líka svo fáránlega skemmtilegar þannig að það á engum að leiðast á sunnudagskvöldum í vetur,“ segir Ósk sem er í óðaönn að undirbúa næsta sunnudagsþátt.

SH1609302714-1

FJÖLMIÐLASKVÍSA: Ósk er enginn nýgræðingur á öldum ljósvakans en rödd hennar hljómar daglega í útvarpinu.

Séð og Heyrt hlustar á Þrjár í fötu.

Related Posts