Sigurjón Sveinsson (44) lifir eðlilegu lífi:

Sigurjón Sveinsson fór í viðtal við Séð og Heyrt fyrir 18 árum en þá var hann hermaður í frönsku útlendingahersveitinni. Sigurjón man vel eftir þessum tíma, enda væntanlega eitthvað sem gleymist seint, en nú eru tímarnir breyttir.

 

Var ekki hættur í hernum „Þegar ég fór í viðtalið við Séð og Heyrt þá var ég í fríi á Íslandi, ég var ekkert hættur, ég man mjög vel eftir þessum tíma. Ég var í fimm og hálft ár í hernum. Ég skrifaði undir grunnsamning sem var fimm ár og svo undir sex mánaða samning til að fara í eitt verkefni til Djibouti í Afríku. Það er á landamærum Erítreu, Eþíópíu og Sómalíu,“ segir Sigurjón.

„Franski herinn var með herstöð þarna og það var verið að rótera hermönnum og mitt teymi var sent þangað í ýmis verkefni. Það var stríð á milli Erítreu og Eþíópíu og við vorum aðeins að fylgjast með því.“

SAM_1255

FJÖLSKYLDUMAÐUR: Nú er Sigurjón orðinn fjölskyldumaður en hann er kvæntur þriggja barna faðir.

Aldrei drepið neinn

„Það var skotið á mig þrisvar sinnum í heildina og það var allt þegar ég var í fyrrum Júgóslavíu. Ég hef ekki drepið neinn, talan er enn þá núll, sem er gott. Ég var heldur aldrei nærri því að þurfa að drepa einhvern sem er mjög jákvætt. Ég get ekki ímyndað mér að það sé góð reynsla að drepa mann.“

„Í dag er ég að vinna hjá fyrirtæki sem heitir Novomatic og er öryggisstjóri þar. Þetta er gamla Betfair sem margir kannast við. Ég er tölvunarfræðingur að mennt, kláraði námið 2005 og fór strax að vinna hjá Arion banka, eða Kaupþingi eins og hann hét þá. Hætti hjá Arion banka fyrir um mánuði síðan eftir að hafa unnið þar í tíu ár,“ segir Sigurjón og bætir við að líf sitt sé skiljanlega mikið breytt.

„Þegar ég kom heim úr hernum þá keyrði ég steypubíl í hálft ár ásamt því að vera í Iðnskólanum í tölvunámi og náði þar góðum árangri þannig að ég fékk vinnu í janúar 2000 í Gæðamiðlun hjá Stefáni Baxter, hann gaf mér tækifæri að vinna þarna. Sá greinilega eitthvað í mér sem var gott.“

Seð og heyrt fyrir 18 árum

EINU SINNI VAR: Hér má sjá síðuna sem birtist í Séð og Heyrt fyrir 18 árum.

„Svo eignaðist ég bara fjölskyldu, konu og börn. Þegar ég var í hernum var maður bara einhleypur, engin ábyrgð á börnum og svona en þegar ég kom heim þá tók ég ákvörðun um að koma mér vel fyrir, bæði menntun og fjölskylda er hluti af því. Nú er ég kvæntur þriggja barna faðir og mér líður vel,“ segir Sigurjón.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts