Sendiherrar Rússlands og Bandaríkjanna skiptu um lit á myndlistarsýningu:

Það fór vel á með þeim  Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna, og  Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands, á opnun yfirlitssýningar á verkum Kjarvals á Kjarvalsstöðum. Áður fyrr var rauði liturinn ótvírætt tákn um kommúnisma og skreyttu Rússar sig gjarnan með honum. Blái liturinn var tákn lýðræðis og tjáðu Bandaríkjamenn gjarnan frelsisást sína með honum.

Stálinn stinn mættust hvar sem Rússar og Bandaríkjamenn sáust saman en því var ekki að heilsa á Kjarvalsstöðum. Ekki nóg með að sendiherrar stórþjóðanna slógu á létta strengi heldur voru þeir búnir að skipta um einkennisliti því sá rússneski var með blátt  bindi en sá ameríski skreytti sig með rauðu hálstaui. Fjallað er nánar um opnunarsamkvæmið í nýjasta Séð og Heyrt sem kemur í verslanir á morgun.

sendiherrar

SKIPTU UM LIT: Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands og Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna skiptu um lit á bindum.

Sjáið allar myndirnar í Séð og Heyrt á næsta sölustað! 

Related Posts