Þórdís Filipsdóttir (36) er á andlegu nótunum:

shamann

INNRI RÓ: Námskeiðin hans Dureks hafa slegið í gegn hér á landi. Áhugasamir geta fylgst með honum á Facebook.

Íslendingar hafa verið óhræddir við að kynna sér nýjungar í heilsusviðinu og eru tilbúnir að fara óhefðbundnar leiðir. Einn þeirra sem hefur sótt landið heim er maður að nafni Durek en hann er andlegur læknir og hafa námskeiðin hans slegið í gegn hér á landi. Þórdís Filipsdóttir þjálfari aðstoðaði hann við að koma til landsins.

Vellíðan „Hann er ekki galdramaður þó að hann kallist Shaman. Hann er andlegur leiðbeinandi og hæfileikaríkur heilari. Sem Shaman er hann einskonar miðlari eða „brú“ á milli hins andlega og líkamlega sviðs. Ég hef verið að fylgjast með honum í langan tíma á Facebook og varð alveg heilluð af því sem hann var að kenna. Það var svo skemmtilegt hvernig þetta atvikaðist að hann kom til landsins. Hann hafði samband við mig í gegnum Facebook og spurði hvort ekki væri kominn tími til að gefa af sér hér á landi, og vissulega sló ég til,“ segir Þórdís áhugasöm.

Of mikið stress
„Ég þekki það vel úr starfi mínu sem þjálfari hversu margir eru aðframkomnir af stressi og það hefur svo

VÍGALEGUR OG FLOTTUR: Durek nýtir bæði forn andleg fræði og einlæga ástundum til að stuðla að hamingju og heilun í lífi fólks.

víðtæk áhrif á heilsuna. Það er ekki nóg að puða bara í ræktinni og huga ekkert að andlegu heilsunni. Í mínu starfi tengi ég saman austrænar og vestrænar aðferðir, þannig tel ég að bestum árangri verði náð. Durek er alveg einstakur, hann býður bæði upp á einkatíma og námskeið. Hann kom hingað í febrúar og sló svo rækilega í gegn að nú verður hann hér fram í lok júní. Ég bendi áhugasömum á að skrá sig sem fyrst. Þetta er alveg eintök upplifun og engu öðru líkt. Ég fór á bootcamp-námskeið hjá honum og ég er sterkari manneskja fyrir vikið að öllu leyti,“ segir Þórdís sem veit hvað hún syngur.

Related Posts