GÓÐUR: Vilberg Víðir Helgason er 14 ára og keypti 60 ára gamlan Ferguson fyrir fermingarpeningana og vinnur að því að gera hann upp. Hann fylgist náið með Vinum Ferguson og ævintýrum þeirra og var einn þeirra sem hittu þá á leiðinni.

GÓÐUR: Vilberg Víðir Helgason er 14 ára og keypti 60 ára gamlan Ferguson fyrir fermingarpeningana og vinnur að því að gera hann upp. Hann fylgist náið með Vinum Ferguson og ævintýrum þeirra og var einn þeirra sem hittu þá á leiðinni.

Vinátta Vinir Ferguson héldu útgáfuteiti fyrir bók þeirra Vinir Ferguson – hringferð um landið gegn einelti, en allur afrakstur af sölu bókarinnar rennur til Vináttu, forvarnarverkefnis Barnaheilla gegn einelti í leikskólum.

Bókin er ferðasaga þeirra Karls G. Friðrikssonar og Grétars Gústavssonar frá síðasta sumri þegar þeir létu 50 ára gamlan draum rætast og keyrðu á Massey Ferguson traktornum úr sveitinni hringinn í kringum landið. Ýmsa fróðleiksmola um menn og málefni úr ferðinni er að finna í bókinni og hún er vitnisburður um mikilvægi þess að rækta vináttuna og láta drauma sína rætast. Bókin tekur einnig á þroskaferli Grétars á leið þeirra um landið vegna eineltis sem hann varð fyrir í æsku en hafði ekki rætt sérstaklega. Ferlið hófst strax við upphaf ferðarinnar þegar fólk kom gagngert til þeirra til að deila með þeim persónulegum sögum af einelti. Ómar Ragnarsson ritar formála bókarinnar en honum er málið hjartfólgið, er líka mikill áhugamaður um vélar og tæki og lætur drauma sína rætast.

DÚNDUR DÚÓ: Grétar Gústavsson, annar höfunda bókarinnar og tónlistarmaðurinn Magnús Einarsson skemmtu sér vel.

DÚNDUR DÚÓ: Grétar Gústavsson, annar höfunda bókarinnar og tónlistarmaðurinn Magnús Einarsson skemmtu sér vel.

 

FLOTT SAMAN: Tónlistarmennirnir Ágúst Bernharðsson Linn og Örnólfur Örnólfsson með Sigríði Guðlaugsdóttur.

FLOTT SAMAN: Tónlistarmennirnir Ágúst Bernharðsson Linn og Örnólfur Örnólfsson með Sigríði Guðlaugsdóttur.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts