Fjöldi foreldra er einstætt foreldri og elur upp börnin sín samhliða því að stunda fulla vinnu, sinna sjálfum sér, áhugamálum og öllu hinu sem koma þarf fyrir í hversdeginum allan daginn alla daga. Hér skoðum við nokkrar myndir þar sem ein aðalsögupersónan er einstætt foreldri.

91e251760c25e6081d207e6c636ba1c6

BABY BOOM (1987): Athafnakona „erfir“ barn Diane Keaton leikur þrælupptekna athafnakonu sem „erfir“ barn frá fjarskyldum ættingja. Líf hennar snýst gjörsamlega á hvolf meðan hún reynir að ala barnið upp ein ásamt því að sinna yfirmannsstarfinu. Er hamingjan fengin í kapphlaupi viðskiptalífsins í stórborginni? IMDB: 6,1.

45176_35

ONE FINE DAY (1996): Er tími fyrir ástina? Michelle Pfeiffer leikur arkitekt sem er einstæð móðir með soninn Sammy, 7 ára. George Clooney leikur blaðamann sem er einstæður faðir með dótturina Maggie, 7 ára. Þau hittast óvart þegar Clooney gleymir að Pfeiffer átti að sjá um að keyra dóttur hans í skólaferðalag. Missa því bæði börnin af ferðinni og foreldrarnir verða að eyða deginum saman með börnin um leið og þau reyna bæði að bjarga vinnumálum og öðrum hversdagshlutum. Skyldi vera pláss fyrir Amor sjálfan í dagskrá dagsins? IMDB: 6,4.

boldog-lehetek-egy-elvalt-apaval_5dd44defb11a4f117289f54bf7fffed0

THE HOLIDAY (2006): Hamingja finnst með húsaskiptum Cameron Diaz og Kate Winslet leika einstæðar konur sem hafa húsaskipti, sú fyrri starfar í kvikmyndabransanum í Kaliforníu og sú seinni býr í smábæ í Englandi. Diaz kynnist bróður Winslet, sem leikinn er af Jude Law en hann er ekkill með tvær ungar dætur. Winslet kynnist hinsvegar nágranna Diaz, sem leikinn er af Jack Black. Hugljúf og skemmtileg jólamynd sem horfa má á allt árið. IMDB: 6,9.

jersey-girl-1920x1080

JERSEY GIRL (2004): Finnst ást í annað sinn? Ben Affleck leikur útgefanda sem hefur allt: frábæra vinnu, eiginkonu og barn á leiðinni, hann sinnir þó fjölskyldunni lítið og vinnur sífellt meira. Heimur hans hrynur þegar eiginkonan deyr við barnsburð og tapar hann vinnunni í kjölfarið. Hann ákveður að það eina í stöðunni sé að vera dóttur sinni góður faðir og flytur til föður síns og byrjar að vinna með honum. Hann kynnist jafnframt nýrri konu, sem Liv Tyler leikur, hún sýnir honum áhuga en hann er enn ekki kominn yfir missi eiginkonu sinnar. IMDB 6,2.

meg-ryan-tom-hanks-empire-state-bdg-sleepless-seattle

SLEEPLESS IN SEATTLE (1993): Ný kona handa pabba Tom Hanks leikur Sam sem missir eiginkonu sína og til að jafna sig á sorginni flytur hann til Seattle ásamt syni sínum Jonah. Sonurinn vill finna nýja konu handa föður sínum og á aðfangadag hringir hann í símatíma útvarpsþáttar. Sam segir sögu sína þar og á meðal fjölmargra kvenna sem hlusta á sögu hans og hrífast af henni er blaðamaðurinn Annie, leikin af Meg Ryan. Hún er trúlofuð en óhamingjusöm í sambandinu. Skyldu Sam og Annie ná saman að lokum? IMDB: 6,8.

screen-shot-2013-11-11-at-21-32-24

ERIN BROCKOVICH (2000): Ein kona gegn stórfyrirtæki Julia Roberts leikur Erin Brockovich, einstæða atvinnulausa móður sem tapar máli á hendur lækni í bílslysi sem hún lenti í. Hún þvingar lögmanninn sinn til að ráða sig í vinnu í sárabætur. Hún fer á eigin spýtur að rannsaka fasteignamál sem tengist risastóru orkufyrirtæki. Fyrirtækið losar úrgang með ólögmætum hætti og hefur það áhrif á íbúa nærliggjandi bæjar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. IMDB: 7,3.

single-moms-club-poster-cropped

SINGLE MOMS CLUB (2014): Stuðningshópur „single“ mæðra Fimm einstæðar mæður sem allar eiga í basli ákveða að stofna stuðningshóp. Þar hjálpa þær hver annarri að yfirstíga hindranir og finna gleði og vináttu saman. IMDB 5,2.

Séð og Heyrt horfir á góðar kvikmyndir.

Related Posts