Myndlistarstjarnan Hulda Hákon (58) opnaði nýja sýningu í hádegi:

Myndlistarkonan Hulda Hákon hefur opnað sýningu í galleríinu Tveir hrafnar við Baldursgötu. Sýningin heitir björg, sólskin, hetjur, himinn, haf og fuglar, þannig að ekki vantar fjölbreytnina hjá Huldu, fremur en endranær. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.

IMG_6930

MIKIÐ STUÐ: Myndlistarmennirnir Jón Óskar og Daði Guðjónsson á spjalli við Tind Hafsteinsson, yngsta bróður Jóns Óskars, og eiginkonu hans, Mörtu Birgisdóttur.

Góðmennt „Þetta var mikið stuð og mér fannst sérstaklega skemmtilegt að brjóta þetta upp með því að opna sýninguna klukkan eitt. Það var mjög ánægjuleg tilbreyting, “ segir Hulda.
Fjöldi ættingja, vina og félaga fagnaði með Huldu og þröng var á þingi. „Maður sveif svo bara í gegnum þetta. Það komu svo margir og plássið er ekki mjög stórt þannig að þetta var svolítið eins og í þrjúbíói. Og góðmennt var þetta og þannig viljum við hafa þetta.“

IMG_6920

TVÆR GÓÐAR: Fréttakonan Thelma Tómasson og sjónvarpsframleiðandinn Katrín Lovísa Ingvadóttir, eiginkona Páls Baldvins Baldvinssonar menningarvita.

 

IMG_6923

SVILKONUR: Anna Katrín Guðmundsdóttir, eiginkona Hrings Hafsteinssonar og því mágkona Jóns Óskars, skoðar verkin í fylgd listakonunnar.

Sjáið allar myndirnar í Séð og heyrt!

Related Posts