Grasekkjumaðurinn   Sumum karlmönnum finnst gaman þegar eiginkonan bregður sér í helgarferð til útlanda og þeir geta verið heima og haft allt eftir eigin höfði.

Ekki mér.

Föstudagurinn getur verið ágætur til að byrja með. Að þurfa ekki að flýta sér heim eftir vinnu heldur dóla á einhverri hamborgarabúllu og belgja sig þar út aldrei þessu vant. Kannski að hringja í gamlan félaga og plana að horfa á leik í enska boltanum á einhverjum sportbar. Gæti verið gaman.

Svo kemur maður heim í tóma íbúð; allt slökkt og þögnin þrúgandi. Horfa á góða bíómynd? Það er bara ekkert gaman ef ekki er hægt að njóta hennar með öðrum, skiptast á stöku orði og hlæja kannski saman.

Svo kemur nótt í tómu rúmi.

Laugardagurinn ætti að vera toppurinn í svona ástandi. Fleiri hamborgarar og félagarnir kátir á sportbarnum eins og segir í dægurlagatextanum: „… alltaf laus og liðugur / út að skemmta sér.“

En það er holur hljómur í þessu öllu vitandi af tómri íbúð þar sem ekkert bíður manns – ekki einu sinni uppvask.

Á sunnudegi er nóg komið og söknuðurinn orðinn sjúklegur. Hvað var það aftur sem hún var alltaf að biðja mig að gera?

Ryksugan rifin út úr skápnum og syngjandi sæll og glaður þrífur grasekkjumaðurinn teppin, þvær þvotta, setur í uppþvottavél, strýkur úr gluggakistum, þrífur klósettið, pússar svo alla skóna hennar og þá kemur hún allt í einu heim.

„Hvernig var?“ spyr hún.

„Bara gaman!“ svarar hann en það er lygi því það er ömurlegt þegar konan fer í helgarferð til útlanda og

eir’kur j—nsson

skilur mann eftir í tómarúmi frídaga sem eru ekkert án hennar.

Svona er ástin og hún gerir lífið skemmtilegra – eins og Séð og Heyrt í hverri viku.

Eiríkur Jónsson

Related Posts