Frægu fangarnir á Kvíabryggju komnir á Vernd í rafrænt eftirlit:

Ísland er lítið land og því geta komið upp kostulegar aðstæður sem enginn sá fyrir. Eins og rafrænt eftirlit með Kaupþingsmönnunum fyrrverandi Ólafi Ólafssyni, Sigurði Einarssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Það er Öryggismiðstöðin sem sér um rafræna eftirlitið en stærsti eigandi fyrirtækisins er Hjörleifur Jakobsson, gamall viðskiptafélagi Ólafs Ólafssonar og stundum nefndur hægri hönd hans í viðskiptafréttum.

oli1

GAMLIR FÉLAGAR: Ólafur Ólafsson og Hjörleifur Jakobsson eru gamlir viðskiptafélagar og nú mun fyrirtæki Hjörleifs hafa eftirlit með Ólafi eftir að hann kom í Vernd frá Kvíabryggju.

Heppilegt? Vegna fjárskorts hefur Fangelsismálastofnun þurft að útvista rafræna eftirlitinu sem er flókið, tæknilegt eftirlitskerfi og hefur Öryggismiðstöðin það hlutverk með hendi. Þar er stærsti hluthafi Hjörleifur Jakobsson í gegnum félag sitt Unaós er það er skráð til heimilis í Kjalarvogi 7-15, á sama stað og Samskip Ólafs Ólafssonar.

Hér er því ekki haldið fram að Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem vakta á, komi nokkuð að rekstri Öryggismiðstöðvarinnar eða geti haft nokkuð um það að segja hvernig rafræna vöktunin á honum sjálfum og félögum hans fer fram. Það er hins vegar einstæð tilviljun að einn helsti viðskiptafélagi hans, Hjörleifur Jakobsson, skuli eiga stærstan hlut í fyrirtækinu sem sér um vöktunina.

Eðlilegast væri að sjálfsögðu að Fangelsismálastofnun sæi sjálf um rafrænt eftirlit með föngum en til þess hefur hún ekki fjárhagslega burði við núverandi aðstæður.

Séð og Heyrt kemur víða við!

Related Posts