Edda Sif Guðbrandsdóttir (34) í Hárakademíunni, fyrsta einkarekna hársnyrtiskólanum:

Það var kátt í Hörpunni þegar útskriftarnemar Hárakademíunnar héldu sýningu.

Heilluð af hári „Þetta gekk mjög vel og við erum í skýjunum með kvöldið. Allir útskriftanemar stóðu sig rosalega vel,“ segir Edda Sif, kennari í Hárakademíunni.

ÿØÿà

Rautt: Fallega rautt.

Hárakademían er einkarekinn hársnyrtiskóli sem var stofnaður veturinn 2014 og undirbýr nemendur fyrir sveinspróf í greininni. „Eigandinn, Harpa Ómarsdóttir, er frumkvöðull á þessu sviði því hún náði að opna einkaskóla. Það er gott að nemendur hafi val þegar þeir ákveða hvaða skóla þeir vilja fara í. Þessi skóli er öðruvísi uppbyggður en Iðnskólinn. Þú þarft að vera búinn með það bóklega og skólinn tekur bara eitt ár. Eftir námið aðstoðum við hvern og einn nema að útvega nemasamning. Námið þarf ekki að vera lengra en ár, þetta er krefjandi nám og fólk kemst tveimur árum fyrr út á vinnumarkaðinn.“

Hárakademían, hár

SVALUR: Mjög svalur.

Nemendur skólans voru 14 talsins á síðasta ári og myndaðist góð stemning. „Þetta er náinn hópur sem er saman allan daginn. Stelpurnar voru duglegar að halda partí og fara út að borða. Þær eru orðnar góðar vinkonur, enda ekkert annað í boði,“ segir Edda og brosir.

Edda hefur sjálf starfað sem hársnyrtir í 16 ár og hefur meðal annars starfað í London. „Ég vann hjá Toni & Guy í London. Það var rosalega mikil reynsla og hart barist um bitann. Stofan var í Covent Garden og mjög vinsæl, það voru því nokkrir frægir sem lögðu leið sína eins og leikarinn Jude Law. Það er þó skemmtilegra að vinna sem hársnyrtir á Íslandi því hér er fólk óhræddara en þar við að taka áhættu.“

Hárakademían, hár

LIÐIÐ: Starfsfólk B-pro og Hárakademíunnar; Guðný Hrönn, Harpa Ómars, Sigrún Davíðs, Edda Sif og Baldur Rafn.

Séð og Heyrt – alla daga til ánægju!

 

Related Posts