Valdimar Svavarsson (48 ára) mætti í útgáfuteiti hjá Rósu Guðbjartsdóttur í Íshúsi Hafnarfjarðar:

Rósa Guðbjartsdóttir bauð til teitis í tilefni útgáfu nýjustu bókar sinnar „Hollt nesti, morgunmatur og millimál“ á föstudaginn síðastliðinn í hinu framandi og skemmtilega Íshúsi Hafnarfjarðar. Lífleg og skemmtileg stemning var á svæðinu og boðið var upp á holla og góða smakkrétti þar sem bragðlaukar gestanna nutu sín í botn.

Gómsætt Valdimar var afar glaður með teitið hennar Rósu og sérstaklega ánægður með nýjustu bók hennar um hollt nesti, morgunmat og millimál. „Eftir að hafa kynnt mér nýjustu bók Rósu sé ég hversu einfalt það getur verið að útbúa hollt og gott nesti fyrir krakkana bæði fyrir skólann og í íþróttirnar. Mjög gott að hafa þessa við höndina þegar kemur að nestismálum og skemmtilegar útfærslur á samsetningu á hollusturéttum fyrir millimál.“ Góð mæting var í útgáfuteitið og bryddað var upp á skemmtilegheitum. „Það er ávallt gaman að fara í teiti til Rósu, Rósa kann að halda partí og kann það manna best. Það var ljómandi gaman og margt um manninn,“ sagði Valdimar með bros á vör.

14425566_10154261762869584_8427096144471222723_o

SMART SAMAN Í HOLLUSTUNNI: Valdimar Svavarsson hagfræðingur og Rósa Guðbjartsdóttir rithöfundur á góðri stundu.

14468458_10154261762754584_4636427958176112844_o

FÍN OG SÆLLEG: Rósa Guðbjartsdóttir og eiginmaður hennar, Jónas Sigurgeirsson, útgefandi hjá Bókafélaginu, voru glöð í bragði í tilefni af útgáfu nýjustu afurðar Rósu.

14445101_10154261762709584_704125198862983733_o

LÉTT Í LUND MEÐ EINTAK Í HENDI: Kristinn Andersen, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, bróðir Siggu Andersen, ásamt Kristínu Thoroddsen, varabæjarfulltrúa í Hafnarfirði.

14409841_10154261762644584_3548654066676677000_o

BROSA ALLAN HRINGINN: Bryndís Hjartardóttir og Lára Jóna Sigurðardóttir sælar með nýjustu afurð Rósu.

14424798_10154261762879584_3132176628317260173_o

HRESSAR OG FRÍSKLEGAR: Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir, Fanney Dórothea Halldórsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir glaðar saman.

Séð og Heyrt elskar bækur og góðan mat.

Related Posts